Sigmundur góður sessunautur af því að hann mæti sjaldan Árni Sæberg skrifar 2. október 2024 12:03 Ef marka má færslu Björns Levís gerist það sjaldan að setið er í öllum þessum sætum. X „Sigmundur Davíð er sessunautur minn á þessu þingi. Hann hefur verið það einu sinni áður. Hann er mjög góður sessunautur af því að hann situr eiginlega aldrei í sætinu sínu,“ segir þingmaður Pírata um formann Miðflokksins. Hann veltir því fyrir sér hvort leiðin að 19 prósenta fylgi sé að mæta ekki í vinnuna. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin. Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Þetta segir Björn Leví Gunnarsson í langri færslu á Facebook, þar sem hann birtir meðal annars einhver konar rappeinvígi milli Sigmundar Davíðs árið 2009 og Sigmundar Davíðs árið 2024, sem samið er af gervigreind. Fær meira pláss í litlum salnum Björn Leví segir það mikinn kost sessunautar á Alþingi að mæta sjaldan á þingfundi, enda fái hann aðeins meira pláss í litlum þingsalnum. Fleiri þingmenn Pírata ættu því að geta fagnað með Birni Leví, enda dróst Sigmundur Davíð á borð með þremur Pírötum. „Stundum hefur mér þótt Píratarnir vera alveg á réttri línu, til dæmis með persónufrelsi og tölvumálin sem þeir eru auðvitað áhugasamir um. En stundum verða þeir alveg mjög skrýtnir. Þannig ég veit ekki alveg hverju ég á von á í þessum hópi. Það var strax byrjað að reyna að sannfæra mig um að ganga til liðs við þennan hóp sem varð þarna til fyrir tilviljun,“ sagði Sigmundur Davíð í samtali við Vísi eftir að dregið hafði verið í sæti. Mæti ekki á nefndarfundi heldur Björn Leví segir aftur á móti að mæting á þingfundi segi ekki alla söguna. Mæting í nefndir sé aðeins betri vísbending um það hvernig þingmaður sinni starfi sínu. Sigmundur Davíð sé skráður aðalmaður í tvær nefndir, framtíðarnefnd og utanríkismálanefnd. Miðað við fundargerðir utanríkisnefndar hafi Sigmundur Davíð mætt átta sinnum á réttum tíma á fundi hennar, fjórum sinnum of seint eða farið snemma og 19 sinnum ekki mætt yfir höfuð. Í framtíðarnefnd hafi hann verið fjarverandi á öllum fundum utan þess fyrsta, sem komnar eru fundargerðir fyrir. „Var hann kannski í áheyrnarnefndunum í staðinn? Nei, ég skoðaði svona 30 fundargerðir frá atvinnuveganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd og fann hann hvergi í þeim fundargerðum enda veit ég ekki til þess að hann hafi mætt á neina af þeim fundum og nennti því ekki að leita meira.“ Leiðin að nítján prósenta fylgi? „Er þetta leiðin til þess að fá 19% í skoðanakönnum? Að sinna bara ekki þingstörfunum? Ef svo er þá þarf ég alvarlega að fara að íhuga hvernig ég sinni þessu starfi --- eða ekki,“ segir Björn Leví. Í nýjast þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í gær mælist Miðflokkur Sigmundar Davíðs með 19 prósenta fylgi og er næststærsti flokkur landsins. Félli ef hann væri í menntaskóla Björn Leví er ekki sá fyrsti til þess að gagnrýna takmarkaða viðveru Sigmundar Davíðs í þinginu. Í grein Lilju Hrundar Lúðvíksdóttur, starfsmanns þingflokks Sjálfstæðiflokksins, á dögunum kom fram að fjarvistarhlutfall Sigmundar Davíðs við atkvæðagreiðslur hefði verið 62 prósent á síðasta þingvetri. Nokkuð ljóst er að enginn kæmist upp með slíka mætingu í menntaskóla. Þá benti Lilja Hrund einnig á að á síðustu sex þingvetrum hafi Sigmundur Davíð aðeins lagt fram frumvarp fimm sinnum, öll um sömu tvö málin.
Miðflokkurinn Alþingi Píratar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira