Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. október 2024 20:12 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Aðsend „Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“ Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn. Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þetta segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, um gagnrýni borgarfulltrúi Pírata sem tengist öryggi gangandi vegfarenda á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg þar sem banaslys varð um helgina. Blöskraði viðtal Kjartans Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, sagðist blöskra það að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ í kjölfar slyssins og sakaði hann um að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi vegfarenda við umrædd gatnamót. Hún vísaði þá í viðtal Kjartans við Morgunblaðið þar sem hann talaði um tillögu flokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur á síðasta ári. Dóra sakaði Kjartan um tvískinnung og sagði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins ekki vera hluta af lausninni heldur vandanum. „Fækkun beygjuakreina var sérstaklega umdeild en mikilvæg aðgerð og Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að sveigja af þeirri leið og fjölga aftur beygjuakreinum, sumsé að draga úr umferðaröryggi fyrir gangandi. Sú tillaga var felld. Nú er sú tillaga puntuð upp í Morgunblaði dagsins sem einhver úrbótatillaga fyrir gangandi. Ég get ekki kallað þetta neitt annað en tvískinnung.“ Meirihlutinn hafi valið verri lausn Kjartan segir í samtali við Vísi að gagnrýni Dóru sé alröng. Hann ítrekar að ekki sé hægt að saka hann um tvískinnung í þessu máli þar sem hann hefur ávallt kallað eftir enn meira öryggi á svæðinu. Tillögur um breytingar á gatnamótunum sem hafa verið framkvæmdar. „Mér finnst afskaplega ósanngjarnt og rangt að saka mig um einhvern tvískinnung. Þetta snýst um tillögu frá meirihlutanum um breytingu á gatnamótunum en við sátum hjá við afgreiðslu þessarar tillögu á þeim tíma. Vegna þess að við töldum ekki nægilega langt gengið fyrir öryggi vegfarenda og töldum að það væri verið að búa til verri lausn fyrir umferðina á svæðinu.“ Telur ljóst að tæknin sem er notuð sé ekki fullkomin Hann segir það augljóst að breyting meirihlutans á gatnamótunum hafi ekki tryggt öryggi vegfarenda nægilega. „Við vildum bæta öryggi gangandi vegfarenda með hnapp og snjallljósastýringu á umferðarljósunum og svo er sú tillaga felld af meirihlutanum. Það er ótrúlegt að tæpu ári síðar er maður sakaður um það að vinna gegn hagsmunum gangandi vegfaranda þegar við lögðum fram tillögu sem vildi ganga lengra.“ Með snjallljósastýringu á Kjartan við að skynjari myndi mæla gangandi vegfarendur og gefa þeim þann tíma sem hann þarf til að komast yfir götuna. Hann segist ekki vita hvers vegna meirihlutinn hafi farið þessa leið í stað þeirrar leiðar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagði til. „Það er alveg ljóst á þessum gatnamótum að það er ekki fullkomin tækni notuð. Það er notast við klukkukerfi þar sem er alltaf miðað við fimmtán sekúndur fyrir gangandi vegfarendur. Það eru til miklu betri lausnir.“ Foreldrar kvörtuðu yfir skömmum tíma til að komast yfir gatnamótin í samtali við fréttastofu á sunnudaginn og sögðu hann of skamman fyrir börn.
Samgöngur Reykjavík Borgarstjórn Samgönguslys Skipulag Sjálfstæðisflokkurinn Banaslys við Sæbraut Píratar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent