Það er töff að vera sauðfjárbóndi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2024 20:05 Bikar og glæsileg verðlaun voru veitt í einstökum flokkum. Hér eru það gimbrarnar með eigendum sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenska sauðkindin er í mikilli sókn um þessar mundir ef marka má áhuga fólks á viðburðum þar sem hún er til sýnis eins og fjárlitasýningu í Rangárþingi ytra. Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Það er greinilega mikil stemming fyrir sauðfé og öllu í kringum sauðfjárbúskap ef marka má aðsókn gesta um síðustu helgi á opið hús á fjárlitasýningu á bænum Árbæjarhjáleigu í Rangárþingi ytra á vegum fjárræktarfélagsins Lits. Sérstakir dómarar sáu um að þukla féð og dæma það og voru að sjálfsögðu veitt verðlaun fyrir fallegustu lömbin og þau litfegurstu. „Þetta gefur lífinu gildi. Það er mikill áhugi fyrir íslensku sauðkindinni og gaman að vera í kringum skepnurnar með barnabörnum og öllu fólkinu, þetta er bara mjög gaman,” segir Magnea Bjarnadóttir sauðfjárbóndi í Ásamýri. „Þetta er alltaf jafn gaman og að halda í kindurnar og horfa á dómarana dæma,” segir Sumarliði Erlendsson frá Skarði í Landsveit. En er eitthvað töff við að vera sauðfjárbóndi? „Ég myndi segja það, það er töff, Já, mjög töff,” bætir Sumarliði við. Dómararnir og ritarinn að störfum á fjárlitasýningunni í Árbæjarhjáleigu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu var kynnir dagsins. Hver er upp á halds liturinn hans þegar íslenska sauðkindin er annars vegar? „Mér finnst voðalega fallegt vel grátt, já, svo eru svona alls lags afbrigði af þessu, sem eru falleg eins og móflekkótt, morbíldótt, mórautt, fallega mórautt fé er mjög fallegt,” segir Kristinn alsæll með daginn. „Þetta er orðið mjög fjölbreytt og svo hefur gerðin batnað rosalega mikið á mislita fénu þannig að fólk getur alveg orðið ræktað mislit fé til slátrunar alveg til samræmis við hvítt fé,” segir Guðlaugur H. Kristmundsson, formaður Fjárræktarfélagsins Lits. Ingvar Pétur Guðbjörnsson (t.v.) tók þátt í fjárlitasýningunni með fé frá sér en hann er hér ásamt Guðlaugi H. Kristmundssyni, formanni Fjárræktarfélagsins Lits.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svakalega mikill áhugi á kindinni, maður sér það best á svona dögum hvað það eru margir, sem sýna þessu áhuga,” segir Jóhanna Hlöðversdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Hellum. En hvað er það að gefa Jóhönnu að vera sauðfjárbóndi? „Það gefur mér tengingu við náttúruna, það gefur uppbyggingu á landi og þetta að getað ræktað, sem sagt ræktað landið mitt, ræktað jörðina mína og að geta kynnt börnunum mínum fyrir náttúrunni og fyrir því hvernig það er að alast upp í kringum dýr,” segir Jóhanna. Fjöldi fólks mætti á fjárlitasýninguna, sem sýnir hvað það er mikill áhugi á íslenska sauðkindinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Sauðfé Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira