Mennt er máttur Úlfar Darri Lúthersson skrifar 30. september 2024 08:32 Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Tilgangur Menntakerfisins er að undirbúa fólk fyrir veruleikann sem bíður þeirra að námi loknu. Það er mikilvægt að tryggja að íslenskt menntakerfi sé í takt við þarfir samtímans og framtíðarinnar. Við í Ungri Framsókn í Kraganum leggjum sérstaka áherslu á nýsköpun, stafræna tækni og félagsfærni í skólastarfi, sem hluta af okkar stefnumótun í menntamálum. Við viljum sjá menntakerfi sem ekki aðeins býr nemendur undir hefðbundin störf heldur gefur þeim verkfæri til að hugsa skapandi, nýta tæknina og tengjast betur samfélaginu. Skapandi og þverfagleg kennsla Ein af lykiláherslum okkar er að innleiða nýsköpunarkennslu í námskrá grunn- og framhaldsskóla. Með því að bæta skapandi og þverfaglegum námskeiðum inn í námskrána gefst nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegum verkefnum sem krefjast skapandi hugsunar og lausnaleitar. Aukið val í námi veitir nemendum tækifæri til að efla hæfileika sína, leggja grunn að farsælli framtíð og leggja sitt að mörkum í þróun á samfélaginu. Skapandi greinar verða valfög sem nemendur geta valið, sem ekki aðeins eykur áhuga þeirra á námi heldur tengir saman mismunandi greinar á áhrifaríkan hátt. Með því að tengja bóklegar greinar við skapandi ferla stuðlum við að betri árangri nemenda, bæði faglega og persónulega. Notkun stafrænnar tækni Tækni er bæði nútíðin og framtíðin. Tæknin er komin til að vera og skólasamfélagið þarf að líta á hana sem tól en ekki ógn. Á tímum örra tækniframfara skiptir miklu máli að kennsla taki mið af þeim möguleikum sem tæknin býður upp á. Við viljum sjá aukna nýtingu stafrænnar tækni í kennslu, þar sem nemendur læra að leysa flókin vandamál með skapandi og lausnamiðuðum verkefnum. Forrit og stafræn verkfæri ættu að vera hluti af daglegu skólastarfi, hvort sem er í kennslustofunni eða heima, og stuðla þannig að samfellu í námi og frekara sjálfsnámi nemenda. Tungumálakennsla og fjölbreytileiki Íslenskt samfélag er fjölbreytt og við viljum viðhalda þeim jákvæða þætti samfélagsins. Samskiptahæfni er grunnur velferðar. Íslenska tungumálið ýtir undir velgengni í íslenska kerfinu og efling íslenskukennslu er stór þáttur í því að veita fólki jöfn tækifæri í samfélaginu. Tungumálakunnátta er lykill að alþjóðlegri þátttöku og samkeppnishæfni. Við leggjum áherslu á eflingu tungumálanáms, bæði í íslensku og erlendum tungumálum. Markmiðið er að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegan vinnumarkað, á sama tíma og við varðveitum íslenska tungu og menningu. Stuðningur við nemendur með sérþarfir Jafnrétti til menntunar er grundvallarmál. Við leggjum áherslu á að nemendur með sérþarfir fái þann stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í námi. Með aukinni sérkennslu og einstaklingsmiðaðri námsáætlun viljum við tryggja að allir nemendur geti þroskað hæfileika sína og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu. Samstarf við atvinnulífið Tengsl við atvinnulífið eru lykilatriði til að tryggja að menntakerfið mæti þörfum vinnumarkaðarins. Við viljum sjá aukið samstarf milli skóla og fyrirtækja, þar sem nemendur fá tækifæri til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar. Slíkt samstarf mun styrkja hæfni nemenda og undirbúa þá betur fyrir framtíðarstörf. Aðgengi að menntun fyrir alla Lykilmarkmið okkar er að tryggja að allir nemendur, óháð bakgrunni eða búsetu, hafi jöfn tækifæri til menntunar. Við viljum auka stuðning við nemendur úr efnaminni fjölskyldum með námsstyrkjum og tryggja betra aðgengi að menntun í dreifbýli. Menntun sem eflir einstaklinginn Við leggjum einnig áherslu á persónulega námsráðgjöf fyrir nemendur, þar sem stuðningur og leiðbeiningar geta gert þeim kleift að finna réttu námsleiðina. Einnig viljum við efla félagsfærni og samskipti nemenda í gegnum tómstundastarf og að skapa jákvætt skólaumhverfi þar sem geðheilsa og vellíðan eru í forgrunni. Með þessum aðgerðum tryggjum við að menntakerfið verði framtíðarvænt, fjölbreytt og aðgengilegt öllum. Við í Ungri Framsókn í Kraganum trúum því að með öflugri menntun verði til öflugra samfélag. Við í Ungri Framsókn í Kraganum hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka þátt í starfiokkar að hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum Höfundur er varaformaður ung Framsókn í Kraganum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun