Takk, Gísli Marteinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 28. september 2024 23:00 Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun