Valsmenn neituðu að veita viðtöl Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2024 21:44 Finnur Freyr Stefánsson stýrði Val til Íslandsmeistaratitils í vor, á Hlíðarenda. vísir/Anton Íslandsmeistarar Vals veittu engin viðtöl eftir tapið gegn Keflavík í kvöld, í Meistarakeppni karla í körfubolta. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og líkt og venja er vildi Andri Már Eggertsson, viðtalsmaður, fá viðtöl við þjálfara bæði Keflavíkur og Vals fyrir leik. Finnur Freyr Stefánsson neitaði hins vegar að gefa viðtal og samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er. Báðir leikirnir í Meistarakeppninni, hjá konunum og körlunum, fóru fram í Keflavík í dag í svokölluðum „tvíhöfða“ á Stöð 2 Sport. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og voru á heimavelli í sínum leik, við Þór frá Akureyri sem þó fagnaði sigri í dag. Eftir leik Keflavíkur og Vals í kvöld, sem Keflvíkingar unnu nokkuð örugglega, var enginn fulltrúi Vals til viðtals. Finni Frey hafði verið vísað úr húsi í leiknum, vegna orðaskipta við dómara, en hvorki hann né nokkur af leikmönnum Vals gaf kost á viðtali þegar Andri Már og blaðamaður Vísis föluðust eftir því að leik loknum. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína í Bónus-deildinni næsta föstudagskvöld, þegar þeir sækja Stjörnuna heim, svo fyrsti heimaleikur þeirra á leiktíðinni verður 10. október þegar liðið tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Keflvíkingar sækja Álftanes heim í fyrstu umferð á fimmtudaginn, þegar keppni í Bónus-deild karla hefst, og sækja svo Hött heim áður en þeir taka á móti Njarðvík 18. október. Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og líkt og venja er vildi Andri Már Eggertsson, viðtalsmaður, fá viðtöl við þjálfara bæði Keflavíkur og Vals fyrir leik. Finnur Freyr Stefánsson neitaði hins vegar að gefa viðtal og samkvæmt því sem fram kom hjá Guðmundi Benediktssyni, sem lýsti leiknum, var ástæðan sú að Finnur var ósáttur við að leikurinn færi fram í Blue-höllinni í Keflavík, en ekki á heimavelli Íslandsmeistaranna eins og venja er. Báðir leikirnir í Meistarakeppninni, hjá konunum og körlunum, fóru fram í Keflavík í dag í svokölluðum „tvíhöfða“ á Stöð 2 Sport. Keflavíkurkonur eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og voru á heimavelli í sínum leik, við Þór frá Akureyri sem þó fagnaði sigri í dag. Eftir leik Keflavíkur og Vals í kvöld, sem Keflvíkingar unnu nokkuð örugglega, var enginn fulltrúi Vals til viðtals. Finni Frey hafði verið vísað úr húsi í leiknum, vegna orðaskipta við dómara, en hvorki hann né nokkur af leikmönnum Vals gaf kost á viðtali þegar Andri Már og blaðamaður Vísis föluðust eftir því að leik loknum. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína í Bónus-deildinni næsta föstudagskvöld, þegar þeir sækja Stjörnuna heim, svo fyrsti heimaleikur þeirra á leiktíðinni verður 10. október þegar liðið tekur á móti Þór úr Þorlákshöfn. Keflvíkingar sækja Álftanes heim í fyrstu umferð á fimmtudaginn, þegar keppni í Bónus-deild karla hefst, og sækja svo Hött heim áður en þeir taka á móti Njarðvík 18. október.
Bónus-deild karla Valur Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
„Mátti þetta ekki í Þýskalandi“ Bikarmeistarar Keflavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í Blue höllinni í kvöld þar sem Meistari Meistaranna í körfubolta karla fór fram. Það voru Keflvíkingar sem höfðu betur með tíu stiga mun 88-98. 28. september 2024 21:43