Evrópusambandið er í vanda Þórður Birgisson skrifar 28. september 2024 18:31 Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi þingi ætlar utanríkisráðherra að flytja frumvarp um Bókun 35. Það mun staðfesta að lög Evrópusambandsins verða æðri lögum Alþingis. Ef gengið væri til kosninga nú er líklegt að Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn á þinginu og má gera ráð fyrir því að farið verði í það fullum fetum að undirbúa umsókn enn og aftur um inngöngu í ESB. Þess vegna er ágætt að staldra við og skoða hvernig staðan er á þeim bæ. Evrópusambandið glímir við afar mörg erfið og djúpstæð vandamál: Lág framleiðni. Árið 1995 var framleiðni í Evrópu 95% af þeirri í USA en er í dag minna en 80%. Stórt og flókið reglugerðarumhverfi. Evrópusambandið gefur út u.þ.b helmingi fleiri reglugerðir en Bandaríkin á hverju ári. Sístækkandi straumur flóttamanna. Sum löndin hafa tekið upp landamæragæslu að nýju. (Austurríki, Frakkland, Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Ítalía og Slóvenía) Versnandi staða í öryggismálum. Stríðið í Úkraníu, átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og uppgangur Kína. Hár orkukostnaður. Verð á rafmagni er 2 til 3x hærra en Bandaríkjunum og verð á gasi allt að 4-5x meira. Skortur á öflugum fyrirtækjum m.a. í tæknigeiranum. 30% af fyrirtækjum sem ná 1bn USD að stærð flýja ESB og fara þá flest til Bandaríkjanna. Listinn er langur. Innganga í ESB átti m.a. að auka hagsæld ríkja í skiptum fyrir valdaafsal til Brussels. Nú virðist þetta samkomulag ekki vera að ganga upp og loksins hefur stjórn ESB áttað sig á því að eitthvað róttækt þurfi að gera þar sem brestir eru komnir í samstarfið og eitt ríki, Bretland, er þegar búið að slíta sig út úr sambandinu. Þann 9.september skilaði Mario Draghi 400 bls. skýrslu með greiningu á vandamálunum og hátt í 200 tillögum um hvernig væri hægt að auka samkeppnishæfni Evrópu. Skýrslan á að vera nokkursskonar leiðarvísir ESB inn í nýja og betri framtíð. Ein af aðaltillögunum er að flytja frekari fjármuni til ESB sem síðan mun útdeila því í nýsköpun og fjárfestingar. Þetta þýðir án efa að auka þurfi greiðslur sambandslandanna til ESB. Draghi áætlar að ESB þurfi allt að 750-800 bn evra aukafjárveitningu á ári til að ná árangri. Hann leggur m.a. áherslu á að sameina orkumarkaði með þvi að auka tengingu milli landa til að ná fram meiri hagkvæmni og lækka verðið. Allt hljómar þetta gott og vel sem tillögur á blaði, sérstaklega fyrir embættismennina í ESB. En það er bara einn vandi. Fjárhagsleg staða flestra ríkja í Evópu er bágborin og býður varla upp á meiri skuldsetningu og hærri greiðslur til ESB. Áður er evran var sett af stað voru markmið ESB að ríki þess mættu ekki skulda meira en 60% af GDP og framúrkeyrsla má ekki vera nema 3% á ári. Meira en helmingur landanna eru þegar komin yfir þessi mörk. Þrjú þeirra; Frakkland, Ítalía og Spánn skulda meira en 100% af GDP. Eftir allar þessar vangaveltur um hvernig skal leysa vandamálin þá má súmmera þetta upp í eina setningu. - Lausn ESB á vanda ESB er meira af ESB og enn meiri fjármunir til ESB. Sennilega mun mörgum þykja þegar nóg komið af valda – og peningfærslum til Brussels. En hver veit, kannski mun þetta ganga upp ef allir samþykkja að taka þátt í þessu átaki, en ef ekki þá munu vandamál ESB sennilega halda áfram að hrannast upp og erfitt er að ímynda sér að ESB haldi áfram lengi í núverandi mynd. Íslendingar þurfa greinilega að hugsa sinn gang afar vel áður en við færum okkur nær þessu bandalagi. Segjum nei við Bókun 35 og kjósum flokka sem eru andsnúnir inngöngu í ESB. Höfundur er meðlimur í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun