Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. september 2024 21:02 Jón Gnarr nýliði í Viðreisn, Þórður Snær Júlíusson nýliði í Samfylkingunni og Anton Sveinn McKee nýliði í Miðflokknum. samsett Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton. Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton.
Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira