Nýliðar hlakka til að láta að sér kveða: „Finnst vanta fólk eins og mig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. september 2024 21:02 Jón Gnarr nýliði í Viðreisn, Þórður Snær Júlíusson nýliði í Samfylkingunni og Anton Sveinn McKee nýliði í Miðflokknum. samsett Nýliðar í Viðreisn og Samfylkingunni gera ekki kröfu um að leiða lista en hlakka til að láta að sér kveða í landsmálunum ef eftirspurn er eftir þeim. Nýr formaður ungliðahreyfingar hjá Miðflokknum segir of snemmt að segja til um hvort hann vilji láta að sér kveða í landsmálunum en útilokar þó ekkert. Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton. Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Flokkarnir þrír hafa verið að sækja í sig veðrið í skoðanakönnunum að undanförnu, en þótt ekki hafi enn verið boðað til kosninga eru margir stjórnmálaflokkar þegar byrjaðir að setja sig í stellingar. Fjöldi þjóðþekktra hefur verið orðaður við framboð til Alþingis fyrir hina og þessa flokka. Alþingiskosningar fara fram í síðasta lagi næsta haust en það er ekki útilokað að kosið verði fyrr. Meðal þeirra sem nú hafa gefið út að þeir hafi áhuga á að láta að sér kveða í landsmálunum er Jón Gnarr sem hefur gengið til liðs við Viðreisn. Leikarinn, grínistinn og fyrrverandi borgarstjórinn Jón Gnarr hefur komið víða við en hann segist hafa uppgötvað sjálfan sig betur sem pólitíkus í framboði sínu til embættis forseta Íslands.Vísir „Mér finnst Viðreisn bara spennandi flokkur, ég þekki mikið af fólki þar. Ég held að Viðreisn sé með hæsta hlutfall af ADHD eftir pólitískum flokkum á Íslandi,“ segir Jón. Hann segist hafa fundið það hjá sjálfum sér eftir að hafa boðið sig fram til forseta Íslands að vöntun væri á fólki eins og honum í pólitíkina. Hann hafi því tekið kosningapróf sem hafi gefið honum þær niðurstöður að hann ætti mesta samleið með Viðreisn. Þar á eftir komu Samfylkingin og Píratar. Hann segist sjálfur hafa sett sig í samband við flokkinn og hlakkar til að kynnast fólkinu og starfi flokksins betur. Annað kunnuglegt andlit er Þórður Snær Júlíusson sem um árabil hefur starfað sem blaðamaður og ritstjóri en hann greindi frá því í morgun að hann sé genginn til liðs við Samfylkinguna. „Mér finnst bara pólitíkin sem Samfylkingin er að bjóða uppá um þessar mundir, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, vera sú pólitík sem rímar við þær áherslur sem ég vil sjá ráðandi í samfélaginu,“ segir Þórður Snær, spurður hvers vegna hann ákvað að ganga til liðs við Samfylkinguna. Þórður Snær er alvanur að taka viðtöl við stjórnmálamenn enda starfað lengi sem blaðamaður. Nú er hann sjálfur gengin til liðs við stjórnmálaflokk og í því hlutverki að svara spurningum fjölmiðla.Vísir/Einar Hann hefur þegar hafist handa við ýmis verkefni innan hreyfingarinnar og hlakkar til að láta að sér kveða. Hann hafi lengi látið sig málefni samfélagsins varða, og eru efnahagsmálin honum einkum ofarlega í huga. Fjölmargir aðrir hafa einnig verið orðaðir við framboð fyrir hina og þessa flokka, meðal annars bæjarstjórarnir í Kópavogi og Vestmannaeyjum, fyrrverandi borgarstjóri, orkumálastjóri, landlæknir auk annarra. Rétt er að taka fram að fólkið sem hér er minnst á hefur ekki staðfest nokkuð um það hvort þau hyggi á framboð eða þá fyrir hvaða flokk. Ýmsir hafa verið orðaðir við framboð þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. „Frjálslyndið og skynsemishyggjan“ hafi heillað Þá tók sundkappinn og ólympíufarinn Anton Sveinn McKee tók nýverið við hlutverki formanns Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. „Stefna flokksins átti langbest við mig. Það er þá sígilda frjálslyndið og skynsemishyggjan,“ segir Anton, spurður hvers vegna Miðflokkurinn varð fyrir valinu. Hann segist ætla að byrja sinn pólitíska feril rólega með því að einbeita sér að ungliðastarfinu, en útilokar ekki að reyna fyrir sér á stærri vettvangi þegar fram líða stundir. „Það er allt of snemmt að fara að fara að pæla í einhverju þannig. Maður er varla búinn að taka fyrsta skrefið inn í pólitíkina og ég er bara með mjög stórt og mikilvægt verkefni að stækka og gera öfluga ungliðahreyfingu hjá Miðflokknum og ég ætla bara að einbeita mér að því,“ segir Anton.
Alþingi Samfylkingin Viðreisn Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?