Álftanes lét Frakkann fara og samdi við Okeke Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 11:39 Yetna kom til Álftaness eftir að hafa lengi leikið í Bandaríkjunum. Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur hætt við að tefla fram franska leikmanninum Alexis Yetna í vetur og hélt hann heimleiðis á miðvikudagsmorgun. Í stað hans hafa Álftnesingar samið við David Okeke. Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira