Álftanes lét Frakkann fara og samdi við Okeke Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 11:39 Yetna kom til Álftaness eftir að hafa lengi leikið í Bandaríkjunum. Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur hætt við að tefla fram franska leikmanninum Alexis Yetna í vetur og hélt hann heimleiðis á miðvikudagsmorgun. Í stað hans hafa Álftnesingar samið við David Okeke. Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld. Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Álftnesingar fengu Yetna í sumar og lék hann fimm leiki með þeim á undirbúningstímabilinu, tvo á Íslandi en þrjá í æfingaferð í Króatíu. Um er að ræða 203 sentímetra miðherja sem kom til félagsins eftir níu ára dvöl í Bandaríkjunum, þar sem hann lék bæði í framhaldsskóla og háskóla, og í tilkynningu frá Álftanesi í sumar kvaðst þjálfarinn Kjartan Atli Kjartansson afar ánægður með komu kappans. „Þetta er virkilega kröftugur leikmaður sem hefur hjálpað þremur mismunandi háskólaliðum að vinna leiki. Hann hefur margt í sínum leik sem við teljum að muni passa inn í okkar leikstíl, bæði í vörn og sókn,” sagði Kjartan í júní og Yetna var sömuleiðis spenntur fyrir komunni til Íslands: „Ég er ákaflega spenntur að spila fyrir Álftanes. Sýn þjálfarateymisins samræmist algjörlega því sem ég var að leitast eftir, þetta passar allt fullkomlega saman,” sagði Yetna. Nú þegar innan við vika er í að keppni í Bónus-deildinni hefjist hefur Álftanes hins vegar tilkynnt að miðherjinn verði ekki með, eftir að samkomulag náðist þar að lútandi. Álftanes hefur aftur á móti samið við Okeke sem er þekkt stærð hér á landi. Ítalski miðherjinn kom fyrst hingað til lands 2021 og lék með Keflavík í tvö tímabil. Þar lék hann undir stjórn Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, aðstoðarþjálfara Álftaness. Á síðasta tímabili var Okeke í herbúðum Hauka og skoraði þá sautján stig og tók tíu fráköst að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Álftanesi segir að Okeke komi til landsins á morgun. Álftnesingar léku í efstu deild í fyrsta sinn í sögunni á síðustu leiktíð, og enduðu í 6. sæti auk þess að komast í undanúrslit VÍS-bikarsins. Þeir mæta Keflavík í fyrstu umferð Bónus-deildarinnar á heimavelli á fimmtudagskvöld.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira