Tvö útspil Pírata fyrir notendur heilbrigðiskerfisins Halldóra Mogensen og Eva Sjöfn Helgadóttir skrifa 27. september 2024 09:30 Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Halldóra Mogensen Eva Sjöfn Helgadóttir Píratar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið er mannanna verk og því er ætlað að sinna þörfum allra í landinu fyrir heilbrigðisþjónustu. Heilbrigðisstarfsfólk gerir sitt besta í krefjandi aðstæðum, oft í fjársveltum og undirmönnuðum stofnunum. Píratar vilja og ætla að leggja sitt af mörkum til þess að styðja miklu betur við notendur og veitendur heilbrigðisþjónustu og kerfið sem það vinnur í. Hagsmunir notenda og veitenda heilbrigðisþjónustu eru samtvinnaðir, þegar við eflum réttindi notenda og aðgengi þeirra að bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu þá erum við samtímis að efla og bæta starfsaðstæður og líðan heilbrigðisstarfsfólks. Af þessu tilefni mæltu Píratar fyrir tveimur þingsályktunartillögum í gær sem ætlað er að styðja við notendur kerfisins og veita betri þjónustu. Annars vegar leggjum við til að sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga verði stofnað og hins vegar að neyðargeðheilbrigðisteymi verði sett á laggirnar. Margir sjúklingar án talsmanns Þörfin fyrir umboðsmann sjúklinga er brýn. Við fáum reglulega fréttir af fólki sem heilbrigðiskerfið hefur brugðist. Fólk sem neyðist til að setja ómælda orku og jafnvel stórar fjárhæðir í að knýja fram réttlæti þegar það ætti að fá svigrúm til þess að nota orku sína í að græða sár, að hlúa að sjálfum sér á erfiðum tímum og til að ná heilsu. Tillaga Pírata felst í því að sett verði á fót sérstakt embætti umboðsmanns sjúklinga sem hafi það hlutverk að standa vörð um hagsmuni og réttindi sjúklinga, vera opinber talsmaður þeirra og sinna eftirliti með heilbrigðisþjónustu með tilliti til réttinda sjúklinga. Embættið á jafnframt að sinna leiðbeinandi fræðsluhlutverki Við Píratar teljum að stofnun umboðsmanns sjúklinga feli í sér mikið framfaraskref í þjónustu við sjúklinga og aðra notendur heilbrigðiskerfisins. Umsagnaraðilar málsins eru samhljóma um að vöntun sé á embættinu og flest telja að sjúklingar séu í eðli sínu viðkvæmur hópur, sérstaklega þegar um er að ræða sjúklinga sem eru börn eða glíma við fjölþættan vanda. Mannréttindaskrifstofa Íslands bendir sérstaklega á í umsögn sinni um málið að erfitt hafi reynst fyrir ákveðna hópa sjúklinga að fá aðgang að einstaklingsmiðaðri og þverfaglegri heilbrigðisþjónustu. Þeir hópar sem eru illa í stakk búnir til að berjast fyrir hagsmunum sínum og réttindum hafa engan talsmann sem talar sínu máli gagnvart heilbrigðiskerfinu. Neyðargeðheilbrigðisteymi fyrir fólk í vanda Pírötum er mjög hugleikið að heilbrigðiskerfið sé betur í stakk búið til þess að sinna fólki með geðrænan vanda. Við lögðum því til að ríkisstjórnin komi á fót neyðargeðheilbrigðisteymum um land allt. Teymunum yrði falið að sinna útköllum úr neyðarnúmerinu 112 í þeim tilvikum þar sem grunur leikur á að einstaklingur eða einstaklingar á vettvangi stríði við geðrænan vanda eða vímuefnavanda. Teymin yrðu skipuð heilbrigðisstarfsfólki með sérþekkingu á sviði geðheilbrigðis, vímuefnavanda og skaðaminnkunar. Við leggjum einnig til að starfsfólk Neyðarlínunnar, sem og lögregla, fái viðeigandi fræðslu til að meta í störfum sínum hvort þörf sé á aðstoð frá heilbrigðisstarfsfólki í útköllum. Reglulega berast fréttir af fólki í vanda og fyrir stuttu heyrðum við af manni sem undir áhrifum ofskynjunarsveppa gekk nakinn á Suðurlandsvegi. Í því tilfelli hefði verið gott að hafa sérfræðinga á vettvangi með viðeigandi kunnáttu. Frá því að tillagan var lögð fram hafa komið fram jákvæðar umsagnir frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélagi Íslands, Öryrkjabandalagi Íslands, fulltrúum neyðarlínunnar og Hugarafli. Öll eru sammála um gagnsemi og mikilvægi þess að veita þjónustu sem þessa. Þá er reynsla annarra þjóða af neyðargeðheilbrigðisteymum mjög góð og hefur alla jafna minnkað valdbeitingu lögreglu gagnvart þessum viðkvæmu hópum verulega ásamt því að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Auk þess draga neyðargeðheilbrigðisteymi úr álagi á lögreglu sem getur betur einbeitt sér að hefðbundnum lögreglustörfum. Píratar vita að til þess að bæta heilbrigðiskerfið þarf að hugsa í lausnum og vera tilbúinn að mæta notendum kerfisins af mennsku, með réttindi þeirra og velferð í fyrirrúmi. Þessar tillögur eru tvö púsl í stærri mynd sem Píratar eru að teikna af öruggara og betra heilbrigðiskerfi fyrir alla. Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata og Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata. Þær eru fyrstu flutningsmenn þingsályktunartillagnanna tveggja.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun