Um er að ræða úrræði sem ríkisstjórn Benito Mussolini tók upp árið 1924.
Samkvæmt nýjum lögum munu þeir nemendur sem fá fimm af tíu eða minna fyrir „hegðun“ þurfa að endurtaka námsárið, óháð því hvernig þeir hafa staðið sig námslega séð. Eldri nemendur sem fá sex þurfa að gangast undir sérstakt próf.
Forsætisráðherrann Giorgia Meloni segir nýja kerfið miða að því að „endurheimta virðinguna“ í skólum og menntamálaráðherrann Giuseppe Valditara segir breytinguna meðal annars undirstrika ábyrgð einstaklingsins og valdefla kennara.
Samtök yfirkennara á Ítalíu hafa fagnað nýju lögunum. Kennarar geti nú beitt umræddri einkunn og hættunni á falli sem agaviðurlögum.
Upphaflega var fallið frá úrræðinu frá 1924 um miðan 8. áratug síðustu aldar, vegna mótmæla nemenda. Þá var það algjörlega farið úr notkun í öllum skólum um aldamót.
Ekki eru allir á einu máli um ágæti nýju laganna, sem voru samþykkt með 154 atkvæðum gegn 97.
Anna Ascani, þingmaður ítalska Demókrataflokksins, sagði nýju reglurnar „afturhvarf til tíma sem við vildum heldur gleyma“.