Útboð á Fjarðarheiðargöngum Hildur Þórisdóttir skrifar 25. september 2024 18:31 Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það situr fast í minninu þegar Færeyingur einn var að spjalla við heimamann á Seyðisfirði en í orðum sínum lagði hann þunga áherslu á hversu dýrt það væri samfélagslega að gera ekki neitt í jarðgangnamálum undir Fjarðarheiði. Færeyingar eru ljósárum á undan okkur Íslendingum í samgöngumálum en þeir átta sig líka á því að til þess að halda byggð á lífi utan Þórshafnar þurfa samgöngur að vera greiðar allan ársins hring. Enda er alltaf verið að vinna í að minnsta kosti einum jarðgöngum þar í einu og löngu komin skilningur á því að sjálfsagt sé að greiða gjöld í gegnum jarðgöng svo til sé fjármagn í næstu framkvæmd. Í frétt Vísis frá 8. maí 2023 kom fram að verið er að grafa sex jarðgöng samtímis í Færeyjumtil viðbótar við tvenn sem þeir hafa nýlokið við. Sandeyjargöng, neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar, við Klakksvík koma senn tvenn ný göng, Árnafjarðargöng og Hvannasundsgöng, á Sandey er verið að grafa Dalsgöng, á Suðurey er það Fámjinsgöng ásamt Húsareynsgöngum við Þórshöfn. Samtals eru Færeyingar þannig að fá átta ný jarðgöng á fimm ára tímabili. Hér á landi hafa ein ný göng, Dýrafjarðargöng, bæst við vegakerfið á síðustu árum. Fjallvegurinn um Fjarðarheiði veldur fyrirtækjum og íbúum ómældum kostnaði, tjóni og töpuðum tækifærum á hverju einasta ári. Austurlandi blæðir í heild sinni með sína háu fjallvegi og löngu vegalengdir á milli byggðalaga á meðan þingið dregur lappirnar við að greiða úr fjármögnun framkvæmdar sem hefur verið meðal þeirra verkefna sem næst eru á dagskrá samkvæmt samgönguáætlun allt frá miðju ári 2020. https://www.stjornarradid.is/verkefni/samgongur/samgonguaaetlun/samgonguaaetlun-2020-2034/ Kostnaður er gríðarlegur vegna ónýttra tækifæra fyrir atvinnulífið þar sem tengd eru saman byggðalög með Seyðisfjarðarhöfn sem er bein tenging við Evrópu og Egilsstaðaflugvöll. Ferðaþjónustan getur ekki haldið úti þjónustu yfir veturinn vegna óvissu með samgöngur en er uppseld hina 6 mánuði ársins Miklir vöruflutningar svo sem á ferskum fiski fer í gegnum Seyðisfjarðarhöfn til markaða í Evrópu Fjárfestar vilja ekki taka áhættu á meðan Fjarðarheiðin sem er eina lífæðin til og frá byggðalaginu er ótrygg Byggingaraðilar sem hafa áhuga á að byggja húsnæði fá ekki reikningsdæmið til að ganga upp vegna fasteignaverðs Þá er ótalið tekjutapið og tjónið á bifreiðum sem íbúar, gestir og fyrirtæki verða fyrir sem lenda í ógöngum á Fjarðarheiði. Þar er hægt vísa í frétt Rúv frá 25.9 2024 https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-09-25-treystu-ser-ekki-med-rutur-yfir-fjardarheidi-i-halku-og-krapa-og-urdu-af-tekjum-423088?fbclid=IwY2xjawFhGShleHRuA2FlbQIxMQABHRKduq26H4aXymiJz3My2adoTO07XxG4V_IgTgJ5iSgC6ZN1MTeBLdPmpQ_aem_yvwQQQ3MLPZx3r7GSCU0dw Ekki hefur verið unnið að neinum jarðgöngum á Íslandi í 4 ár þrátt fyrir fyrirheit um annað. Það þarf ekki að finna upp hjólið þegar kemur að fjármögnun og framkvæmdum við jarðgöng í þessum efnum. Dæmin frá Færeyjum sýna það glögglega. Fjarðarheiðargöng eru fullhönnuð og tilbúin til útboðs! Eftir hverju er verið að bíða? Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun