Í orði en ekki á borði - stuðningur Íslands við Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar 24. september 2024 11:01 Rússum hefur orðið ágengt undanfarið í ólöglegri styrjöld sinni gegn Úkraínu og horfur eru heldur neikvæðar. Stuðningur Vesturlanda er áfram gríðarmikilvægur. Pólitískur stuðningur Íslands hefur verið aðdáunarverður, en því miður hefur stuðningur Íslands í verki ekki verið jafn kröftugur, og ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Horfur í Stríðinu Nú eru liðin rúm 10 ár síðan að Rússland hóf ólöglegan hernað gegn sjálfstæðri Úkraínu og rúm tvö og hálft ár síðan að allsherjarinnrás hófst. Erfitt er að ráða í þróun stríðsins, enda allar upplýsingar takmarkaðar og á reiki. Þó er ljóst að Rússum hefur orðið töluvert ágengt í Donetskhéraði, þar sem þeir hafa sótt fram í allt sumar og ógna nú lykilborgum. Úkraínski herinn greip til djarfrar sóknar inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágústbyrjun sem hefur gengið vonum framar. Sú aðgerð hefur þó ekki náð meginmarkmiði sínu, sem var að draga lið og kraft úr framsókn Rússa í Donetsk. Horfur eru því eins og stendur fremur neikvæðar á vígvellinum. Á sama tíma hafa Rússar haldið áfram linnulausum stýri-, eldflauga- og drónaárásum á úkraínskar borgir, samgöngur og orkuinnviði. Sú atlaga virðiðst vera að eflast og Rússar virðast miða að því að lama orku- og húshitunarkerfi landsins áður en vetur brestur á. Úkraína á því enn í vök að verjast gegn ofurefli Rússa sem njóta liðsmunar og hafa mikla yfirburði stórskotaliðsvopna, auk þess sem vopnasendingar frá Norður Kóreu og Íran leika lykihlutverk. Samstaða Vesturlanda og NATO Stuðningur Vesturlanda hefur til þessa skipt sköpum fyrir varnir Úkraínu og erfitt er að sjá fyrir að án hans hefði niðurstaðan verið önnur en ósigur stjórnvalda í Kyiv og í framhaldi skæruhernaður gegn hernámsliði Rússa. Þó má segja að stuðningurinn hafi verið nægur til þess að koma í veg fyrir ósigur en ekki nægilegur til þess að tryggja sigur. Þannig hafa lykilríki dregið lappirnar varðandi afhendingu tiltekinna vopna og dregið fjölmargar rauðar línur til þess að takmarka stuðninginn. Fyrst þurfi Úkraína að þrýsta mánuðum saman á að fá loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn og skotfæri, skotfæri sem hafa enn ekki borist í samræmi við loforð ESB og annarra. Því næst tók langan tíma að fá afhenta brynvagna og skriðdreka, sem hafa aðeins borist í takmörkuðu upplagi. Vesturlönd hikuðu til langs tíma við að afhenda Úkraínu orrustuþotur og hafa viðhaldið skorðum sem voru settar varðandi beitingu vestrænna vopna innan rússnesku landamæranna. Vesturlönd, sem hafa í orðræðu sinni réttilega bent á að hernaður Rússa er ólöglegur samkvæmt Stofnsáttmála SÞ, bera þannig ábyrgð á því hvernig þróun stríðsins hefur orðið og hver árangur Rússa hefur verið þrátt fyrir hetjulegar varnir úkraínska hersins. Stuðningur Íslands Ísland hefur frá upphafi innrásarinnar skipað sér á bekk með helstu bandalagsríkjum og tekið einarða afstöðu gegn hernaði Rússa. Ísland tekur þannig fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gagnvart Rússlandi. Stuðningur stjórnvalda hefur m.a. falist í framlögum til mannúðarstarfs, neyðarviðbrögðum og efnahagsaðstoð til viðbótar við móttöku flóttafólks og varnartengdan stuðning. Hið síðastnefnda er gott dæmi um hvernig Ísland vill axl ábyrgð til jafns við aðrar NATO þjóðir og veitir Úkraínu þann stuðning sem þarlend stjórnvöld óska. Þetta er mikilvægt, vegna þess að í því er fólgin eindregin afstaða að þegar innrásarher fremur óteljandi stríðsglæpi og ógnar fullveldi ríkis dugar ekki að senda lopapeysur og plástra. Sérstök stefna um stuðning við Úkraínu var samþykkt á Alþingi í apríl og í maí 2024 undirritaði forsætisráðherra tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning. Stefnan og tvíhliða samningurinn tryggja að lágmarki fjóra milljarða á ári í beinan stuðning við Úkraínu, þar á meðal áframhaldandi varnartengd framlög. Það er þó svo að stuðningur Íslands er dvergvaxinn í öllum alþjóðlegum samanburði. Enn frekar í ljósi þess að Ísland nýtur þess umfram öll viðmiðunarríki, s.s. aðildarríki NATO, að útgjöld hérlend til varnarmála eru vart mælanleg - um núll komma eitt prósent af þjóðarframleiðslu. Við höfum frá lýðveldisstofnun fyrst og fremst verið þiggjendur erlendra varna, fljúgum farmiðalaus á fyrsta farrými öryggistryggingar NATO og Bandaríkjanna á kostnað erlendra skattgreiðenda. Yfirlýsing um fjögurra milljarða stuðning til Úkraínu á ári (að lágmarki) er því ekki tilefni til þess að berja sér á brjóst á alþjóðavettvangi. Framlög Íslands hafa numið 0.18 prósent af þjóðarframleiðslu. Þar erum við í 33. sæti samanburðarríkja og í engu samræmi við framlög hinna Norðurlandanna (Danir 1.8%, Finnland 0.9%, Svíþjóð 0.8%, og Noregur 0.5%) sem öll hafa aukið útgjöld til eigin varnarmála verulega í samræmi við skuldbindingar sínar innan NATO. Þetta er í engu samræmi við Úkraínustefnu stjórnvalda sem Alþingi samþykkti í apríl sl. sem áréttaði að stuðningur Íslands skuli vera “hlutfallslega sambærileg[ur] að umfangi við það sem önnur Norðurlönd leggja af mörkum.” [ sjá líka https://www.althingi.is/altext/153/s/1868.html ] Mikilvægt er að formlegar skuldbindingar um stuðning við Úkraínu skili sér í fjárlög á haustþingi svo að fari saman loforð og efndir. Árið 2023 nam heildarstuðningur Íslands rúmlega 3,5 milljörðum, en engu að síður var fjárheimild fjárlaga fyrir 2024 einungis 1750 milljónir. Það vekur upp spurningar að í kjöflar samþykktrar stefnu um stuðning við Úkraínu, gerð tvíhliða samnings við Úkraínu um stuðning og samþykkt skuldbindingar um varnarstuðning við Úkraínu á leiðtogafundi NATO í júlí, sem einn og sér felur í sér stuðning að lágmarki á bilinu 3,5 til 4 milljarða á ári, hefur Alþingi ekki gripið til neinna ráðstafanna til að tryggja fjármögnun stuðningsins. Orð skulu standa Bæði forsætis- og utanríkisráðherra sitja á næstu vikum fundi þar sem stuðningur við Úkraínu verður í miklum fókus. Ráðherrarnir sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Úkraína er fastur liður á dagskrá NATO-funda og funda Norðurlandanna. Það er því siðferðileg og ásýndarleg áskorun að Alþingi og Ríkisstjórn Íslands raungeri stuðning landsins í samræmi við yfirlýsingar og loforð sem fyrst. Ísland er auðug þjóð í alþjóðlegum samanburði og vegna smæðar landsins og landfræðilegrar legu er sérstaklega mikið í húfi fyrir okkur að Stofnsáttmáli SÞ og alþjóðalög séu virt. Án herverndar Bandaríkjanna og bandalagsríkja væri öryggi landsins stofnað í hættu. Okkar framlög til varnarmála, þrátt fyrir vaxandi faglega nálgun, auk yfirlýsinga um mikilvægi þeirra og umfang, standast enga skoðun og það er lykilverkefni stjórnvalda að tryggja langtíma öryggishagsmuni Íslands. Það þýðir trúverðug útgjöld til varnarmála til samræmis við markmið Atlantshafsbandalagsins, sem Ísland hefur stutt, auk stuðnings við öryggisverkefni sem okkur varða, s.s. til handa Úkraínu sem færir nú miklar fórnir fyrir hönd okkar allra í vörn gegn árásarstríði Rússa. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur of fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Rússum hefur orðið ágengt undanfarið í ólöglegri styrjöld sinni gegn Úkraínu og horfur eru heldur neikvæðar. Stuðningur Vesturlanda er áfram gríðarmikilvægur. Pólitískur stuðningur Íslands hefur verið aðdáunarverður, en því miður hefur stuðningur Íslands í verki ekki verið jafn kröftugur, og ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Horfur í Stríðinu Nú eru liðin rúm 10 ár síðan að Rússland hóf ólöglegan hernað gegn sjálfstæðri Úkraínu og rúm tvö og hálft ár síðan að allsherjarinnrás hófst. Erfitt er að ráða í þróun stríðsins, enda allar upplýsingar takmarkaðar og á reiki. Þó er ljóst að Rússum hefur orðið töluvert ágengt í Donetskhéraði, þar sem þeir hafa sótt fram í allt sumar og ógna nú lykilborgum. Úkraínski herinn greip til djarfrar sóknar inn í Kúrskhérað í Rússlandi í ágústbyrjun sem hefur gengið vonum framar. Sú aðgerð hefur þó ekki náð meginmarkmiði sínu, sem var að draga lið og kraft úr framsókn Rússa í Donetsk. Horfur eru því eins og stendur fremur neikvæðar á vígvellinum. Á sama tíma hafa Rússar haldið áfram linnulausum stýri-, eldflauga- og drónaárásum á úkraínskar borgir, samgöngur og orkuinnviði. Sú atlaga virðiðst vera að eflast og Rússar virðast miða að því að lama orku- og húshitunarkerfi landsins áður en vetur brestur á. Úkraína á því enn í vök að verjast gegn ofurefli Rússa sem njóta liðsmunar og hafa mikla yfirburði stórskotaliðsvopna, auk þess sem vopnasendingar frá Norður Kóreu og Íran leika lykihlutverk. Samstaða Vesturlanda og NATO Stuðningur Vesturlanda hefur til þessa skipt sköpum fyrir varnir Úkraínu og erfitt er að sjá fyrir að án hans hefði niðurstaðan verið önnur en ósigur stjórnvalda í Kyiv og í framhaldi skæruhernaður gegn hernámsliði Rússa. Þó má segja að stuðningurinn hafi verið nægur til þess að koma í veg fyrir ósigur en ekki nægilegur til þess að tryggja sigur. Þannig hafa lykilríki dregið lappirnar varðandi afhendingu tiltekinna vopna og dregið fjölmargar rauðar línur til þess að takmarka stuðninginn. Fyrst þurfi Úkraína að þrýsta mánuðum saman á að fá loftvarnarkerfi, stórskotaliðsvopn og skotfæri, skotfæri sem hafa enn ekki borist í samræmi við loforð ESB og annarra. Því næst tók langan tíma að fá afhenta brynvagna og skriðdreka, sem hafa aðeins borist í takmörkuðu upplagi. Vesturlönd hikuðu til langs tíma við að afhenda Úkraínu orrustuþotur og hafa viðhaldið skorðum sem voru settar varðandi beitingu vestrænna vopna innan rússnesku landamæranna. Vesturlönd, sem hafa í orðræðu sinni réttilega bent á að hernaður Rússa er ólöglegur samkvæmt Stofnsáttmála SÞ, bera þannig ábyrgð á því hvernig þróun stríðsins hefur orðið og hver árangur Rússa hefur verið þrátt fyrir hetjulegar varnir úkraínska hersins. Stuðningur Íslands Ísland hefur frá upphafi innrásarinnar skipað sér á bekk með helstu bandalagsríkjum og tekið einarða afstöðu gegn hernaði Rússa. Ísland tekur þannig fullan þátt í víðtækum þvingunaraðgerðum gagnvart Rússlandi. Stuðningur stjórnvalda hefur m.a. falist í framlögum til mannúðarstarfs, neyðarviðbrögðum og efnahagsaðstoð til viðbótar við móttöku flóttafólks og varnartengdan stuðning. Hið síðastnefnda er gott dæmi um hvernig Ísland vill axl ábyrgð til jafns við aðrar NATO þjóðir og veitir Úkraínu þann stuðning sem þarlend stjórnvöld óska. Þetta er mikilvægt, vegna þess að í því er fólgin eindregin afstaða að þegar innrásarher fremur óteljandi stríðsglæpi og ógnar fullveldi ríkis dugar ekki að senda lopapeysur og plástra. Sérstök stefna um stuðning við Úkraínu var samþykkt á Alþingi í apríl og í maí 2024 undirritaði forsætisráðherra tvíhliða samning landanna um öryggissamstarf og langtímastuðning. Stefnan og tvíhliða samningurinn tryggja að lágmarki fjóra milljarða á ári í beinan stuðning við Úkraínu, þar á meðal áframhaldandi varnartengd framlög. Það er þó svo að stuðningur Íslands er dvergvaxinn í öllum alþjóðlegum samanburði. Enn frekar í ljósi þess að Ísland nýtur þess umfram öll viðmiðunarríki, s.s. aðildarríki NATO, að útgjöld hérlend til varnarmála eru vart mælanleg - um núll komma eitt prósent af þjóðarframleiðslu. Við höfum frá lýðveldisstofnun fyrst og fremst verið þiggjendur erlendra varna, fljúgum farmiðalaus á fyrsta farrými öryggistryggingar NATO og Bandaríkjanna á kostnað erlendra skattgreiðenda. Yfirlýsing um fjögurra milljarða stuðning til Úkraínu á ári (að lágmarki) er því ekki tilefni til þess að berja sér á brjóst á alþjóðavettvangi. Framlög Íslands hafa numið 0.18 prósent af þjóðarframleiðslu. Þar erum við í 33. sæti samanburðarríkja og í engu samræmi við framlög hinna Norðurlandanna (Danir 1.8%, Finnland 0.9%, Svíþjóð 0.8%, og Noregur 0.5%) sem öll hafa aukið útgjöld til eigin varnarmála verulega í samræmi við skuldbindingar sínar innan NATO. Þetta er í engu samræmi við Úkraínustefnu stjórnvalda sem Alþingi samþykkti í apríl sl. sem áréttaði að stuðningur Íslands skuli vera “hlutfallslega sambærileg[ur] að umfangi við það sem önnur Norðurlönd leggja af mörkum.” [ sjá líka https://www.althingi.is/altext/153/s/1868.html ] Mikilvægt er að formlegar skuldbindingar um stuðning við Úkraínu skili sér í fjárlög á haustþingi svo að fari saman loforð og efndir. Árið 2023 nam heildarstuðningur Íslands rúmlega 3,5 milljörðum, en engu að síður var fjárheimild fjárlaga fyrir 2024 einungis 1750 milljónir. Það vekur upp spurningar að í kjöflar samþykktrar stefnu um stuðning við Úkraínu, gerð tvíhliða samnings við Úkraínu um stuðning og samþykkt skuldbindingar um varnarstuðning við Úkraínu á leiðtogafundi NATO í júlí, sem einn og sér felur í sér stuðning að lágmarki á bilinu 3,5 til 4 milljarða á ári, hefur Alþingi ekki gripið til neinna ráðstafanna til að tryggja fjármögnun stuðningsins. Orð skulu standa Bæði forsætis- og utanríkisráðherra sitja á næstu vikum fundi þar sem stuðningur við Úkraínu verður í miklum fókus. Ráðherrarnir sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og Úkraína er fastur liður á dagskrá NATO-funda og funda Norðurlandanna. Það er því siðferðileg og ásýndarleg áskorun að Alþingi og Ríkisstjórn Íslands raungeri stuðning landsins í samræmi við yfirlýsingar og loforð sem fyrst. Ísland er auðug þjóð í alþjóðlegum samanburði og vegna smæðar landsins og landfræðilegrar legu er sérstaklega mikið í húfi fyrir okkur að Stofnsáttmáli SÞ og alþjóðalög séu virt. Án herverndar Bandaríkjanna og bandalagsríkja væri öryggi landsins stofnað í hættu. Okkar framlög til varnarmála, þrátt fyrir vaxandi faglega nálgun, auk yfirlýsinga um mikilvægi þeirra og umfang, standast enga skoðun og það er lykilverkefni stjórnvalda að tryggja langtíma öryggishagsmuni Íslands. Það þýðir trúverðug útgjöld til varnarmála til samræmis við markmið Atlantshafsbandalagsins, sem Ísland hefur stutt, auk stuðnings við öryggisverkefni sem okkur varða, s.s. til handa Úkraínu sem færir nú miklar fórnir fyrir hönd okkar allra í vörn gegn árásarstríði Rússa. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur of fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun