Bakgarðshlaupið stendur nú yfir í Heiðmörkinni. Rúmlega 250 manns skráðu sig til leiks en þegar þettar er skrifað eru átta hlauparar eftir og eru þeir að fara hring númer 25.
Hlaupararnir fá eina klukkustund til að hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og verður hlaupið þar til einungis einn er eftir.