Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. september 2024 13:58 Tölvugerð mynd af Hvammsvirkjun, stíflunni í ánni, lóninu sem myndast ofan við hana og stöðvarhúsinu á austurbakka Þjórsár. Landsvirkjun Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“ Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Orkustofnun gaf áður út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá í desember 2022. Það var kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Öllum álitamálum nema einu var vísað frá, en nefndin féllst hins vegar á að ekki hefði verið tryggt að útgáfa virkjunarleyfisins væri í samræmi við vatnaáætlun, sem gefin hafði verið út í fyrsta skipti í apríl 2022. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar var því sú að fella virkjunarleyfið úr gildi. Síðan hefur Umhverfisstofnun veitt leyfi til breytinga á vatnshloti. Landsvirkjun hefur þegar sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Slétt vika er síðan Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarfélögin vinni málið saman Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, segir nú unnið út frá greinargerð sem sveitarfélagið lét vinna ásamt Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Nú þurfum við að láta vinna greinargerð sem tekur á þessum athugasemdum sem gerðar voru þegar virkjanaleyfið var fellt úr gildi, og bæta henni við fyrri greinargerð,“ segir Eggert Valur. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra.Einar Árnason Þegar sveitarfélagið hafi skilað greinargerð sem leyfisveitandi framkvæmdaleyfis væntir Eggert þess að málið fari aftur fyrir skipulags- og umferðarnefnd og umhverfisnefnd. „Og í framhaldinu af því fyrir sveitarstjórn til endanlegrar afgreiðslu. Ég á von á því að það gerist bara fljótlega,“ segir Eggert og bætir við að hann eigi von á að umsóknin verði afgreidd á sama tíma hjá báðum sveitarfélögum. Í fyrri atrennu gaf Skeiða- og Gnúpverjahreppur út framkvæmdaleyfi á meðan Rangarþing ytra frestaði útgáfu þess. „Við reynum að vinna þetta með lögmanni og okkar fólki eins vel og við getum.“ Löngu komið í skipulag Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tekur í svipaðan streng og Eggert. Farið verði yfir öll þau atriði sem kærð voru í síðustu atrennu. „Það voru 19 atriði kærð, þar sem 18 voru í lagi en leyfið fellt út af einu atriði. Nú þurfum við bara að uppfæra vinnuna frá því í fyrra,“ segir Haraldur. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri og oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir mikilvægt að fólk átti sig á því að sveitarfélög hafi mikið að segja um framkvæmdir, þegar þær eru í skipulagsferli. Hins vegar hafi Hvammsvirkjun verið samþykkt í skipulagi árið 2021. „Þá hafa menn bara ákveðnum lögbundnum skyldum að gegna, að vinna hlutina til að tryggja að þeir séu í samræmi við skipulag,“ segir Haraldur. Hann eigi ekki von á öðru en að framkvæmdaleyfið verði samþykkt, enda beri sveitarfélaginu skylda til að gera það ef „allt er eins og það á að vera.“ Mikil vinna þegar unnin Haraldur segir engin málefnaleg sjónarmið benda til annars en að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi. „Eins og staðan er núna þá er þetta í eðlilegu ferli og á ekki að taka langan tíma.“ Varðandi tímaramma segir Haraldur að undir venjulegum kringumstæðum taki ekki langan tíma að fá framkvæmdaleyfi, en um sé að ræða nokkuð viðurhlutameiri framkvæmd en almennt gengur. „Þetta er bara í eðlilegum farvegi og verið að vinna þetta hjá okkur. Sökum þess hversu mikil vinna var unnin síðast þá teljum við þetta ekki eiga að vera mikla vinnu. En það er ekki eins og það sé oft verið að afgreiða virkjanir með tilliti til vatnshlots, þannig að fólk er svolítið að vinna þetta í fyrsta sinn hvað það varðar.“
Landsvirkjun Rangárþing ytra Deilur um Hvammsvirkjun Ásahreppur Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira