Púsluðu sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. september 2024 20:03 Þær Hrefna Guðlaugardóttir, Andrea Dan og Ágústa Dan eru fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli. aðsend Þrír Íslendingar keppa á heimsmeistaramótinu í hraðpúsli sem fram fer á Spáni. Fulltrúar okkar hafa púslað sig inn í undanúrslit þrátt fyrir hremmingar. Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“ Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Á myndskeiðinu sem hefst í upphafi sjónvarpsfréttarinnar sést hversu þandar taugarnar eru á mótinu sem haldið er árlega af alþjóðlega púslsambandinu. Keppt er í einstaklings-, para- og liðakeppni og tóku fulltrúar okkar þátt í öllum flokkum. „Það er gífurlegur fjöldi hérna og það er mikil stemning þegar fólk er að klára púslin sín. Það hafa verið mjög góðir tímar í keppnunum sem eru búnar og gríðarleg stemning. Já ég held að það hafi verið settir tveir bestu tímar frá upphafi í gær. Þannig þetta er búið að vera mjög mikið fjör.“ sögðu Ágústa Dan Árnadóttir og Hrefna Guðlaugardóttir. Um þrjú þúsund taka þátt frá öllum heimshornum. Sá sem sló metið púslaði 500 bita púsl á 26 mínútum. Stelpurnar eru báðar komnar áfram í næstu umferð ásamt Andreu Dan sem keppir líka á mótinu. Ágústa lenti í 75 sæti og Hrefna í því 41 og flugu þær báðar áfram í næstu umferð. „Og svo vorum við að koma út úr parakeppninni þar sem við lentum í tólfta sæti af 180 liðum og erum komnar áfram í næstu umferð.“ Stelpurnar voru í tólfta sæti í parakeppninni.aðsend Undanúrslitin í einstaklingsflokki fara fram á laugardaginn og liðakeppnin á sunnudag. „Í undanúrslitum og úrslitum þá verða ný púsl sem hafa ekki verið gefin út áður þannig enginn getur verið búinn að æfa sig í því sem að er að koma.“ Hafiði lent í einhverjum hremmingum? „Já það vantaði tvo bita í púslið mitt, glænýtt púsl sem ég opnaði og það vantaði bita. Ég eyddi svona mínútu í að leita að þeim en það kom ekki að sök. Þetta gekk allt upp.“
Föndur Spánn Íslendingar erlendis Púsluspil Tengdar fréttir Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Kom 42 þúsund bita púsluspili ekki fyrir heima svo hún púslaði það í búðinni Risavaxið púsluspil hefur verið sett saman í verslun Spilavina, þar sem eigandinn kom því hreinlega ekki fyrir heima hjá sér. Verkið sem er tólf fermetrar að stærð og er samsett úr 42 þúsund púslubitum tók ekki nema fjóra mánuði að púsla. 11. apríl 2024 22:23