Forgangsorkan verður ekki skert Tinna Traustadóttir skrifar 19. september 2024 10:00 Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Það hefur hins vegar komið til skerðinga á afhendingu raforku á undanförnum árum en í þeim tilvikum hafa samningar við kaupendur kveðið á um að skerða mætti orkuna, þeir hafa keypt skerðanlega orku og greitt fyrir hana lægra verð en fyrir forgangsorku. Forgangsorka er einfaldlega sú orka sem raforkuframleiðendur skuldbinda sig til þess að afhenda viðskiptavinum, óháð vatnsbúskap, viðhaldi eða öðrum fyrirsjáanlegum þáttum í rekstrinum. Óhætt er að taka undir með þeim sem segja að þörf sé á meiri orkuvinnslu á Íslandi. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á þessa staðreynd og nú stefnir í að við getum loks hafist handa við Hvammsvirkjun og vindorkuverið Búrfellslund. Þegar ekki er næg orka verður stundum að skerða hana til þeirra sem hafa samið á þann veg. Og á sama tíma er ekki heldur hægt að tryggja sumum fyrirtækjum orku, sem gjarnan hefðu viljað kaupa meira en þau fá núna. Það er hins vegar ábyrgðarlaust að tala eins og stefni í skerðingar á forgangsorku. Er þá alveg útilokað að komi til skerðingar á forgangsorku? Nei, það er ekki hægt að fullyrða það, því meiriháttar náttúruhamfarir gætu auðvitað leitt til þess að Landsvirkjun gæti ekki unnið orkuna. En það þarf slík óviðráðanleg, ytri atvik (force majeure) til að skerðingar á forgangsorku raungerist. Stöndum við allar skuldbindingar Landsvirkjun hefur ávallt staðið við allar skuldbindingar sínar um afhendingu á forgangsorku. Í slæmum vatnsárum tryggjum við afhendingu hennar með því að draga úr afhendingu á skerðanlegri orku. Það þarf ekki að koma á óvart, kerfið okkar er byggt upp með þessum hætti og allir sem kaupa raforku af Landsvirkjun eru meðvitaðir um það. Hér tala ég að sjálfsögðu aðeins fyrir hönd Landsvirkjunar en ég ætla að gefa mér að eins sé farið um önnur orkuvinnslufyrirtæki. Það er ekki samið um afhendingu forgangsorku ef minnsti vafi leikur á því hvort hægt sé að standa við gerðan samning. Loks er rétt að benda á, að Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja raforkuöryggi heimila. Við höfum t.d. forgangsraðað raforkusölu inn á almenna markaðinn umfram aðra raforkusölu, með því að tryggja 45% meira magn inn á þann markað frá 2021. Það eru auðvitað takmörk á því hversu mikið til viðbótar Landsvirkjun getur selt til almenna markaðarins. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi almenna markaðarins, það gera stjórnvöld, en vissulega höfum við forgangsraðað. Við höfum líka dregið úr sölu til gagnavera um 50% milli ára og langt er síðan við lýstum því yfir að rafmyntagröftur sætti algjörum afgangi hjá okkur og fengi ekki forgangsorkusamninga. Þá má benda á að nýlega gerðum við tímamótasamning um afhendingu forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum, sem dregur verulega úr bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun hefur aldrei skert forgangsorku þau tæpu 60 ár sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hefur starfað. Ekkert bendir heldur til að við skerðum afhendingu forgangsorku á komandi vetri. Við höfum ávallt gætt þess að lofa ekki meiri forgangsorku en við ráðum við að selja, jafnvel þegar vatnsár eru með erfiðasta móti. Það hefur hins vegar komið til skerðinga á afhendingu raforku á undanförnum árum en í þeim tilvikum hafa samningar við kaupendur kveðið á um að skerða mætti orkuna, þeir hafa keypt skerðanlega orku og greitt fyrir hana lægra verð en fyrir forgangsorku. Forgangsorka er einfaldlega sú orka sem raforkuframleiðendur skuldbinda sig til þess að afhenda viðskiptavinum, óháð vatnsbúskap, viðhaldi eða öðrum fyrirsjáanlegum þáttum í rekstrinum. Óhætt er að taka undir með þeim sem segja að þörf sé á meiri orkuvinnslu á Íslandi. Við hjá Landsvirkjun höfum ítrekað bent á þessa staðreynd og nú stefnir í að við getum loks hafist handa við Hvammsvirkjun og vindorkuverið Búrfellslund. Þegar ekki er næg orka verður stundum að skerða hana til þeirra sem hafa samið á þann veg. Og á sama tíma er ekki heldur hægt að tryggja sumum fyrirtækjum orku, sem gjarnan hefðu viljað kaupa meira en þau fá núna. Það er hins vegar ábyrgðarlaust að tala eins og stefni í skerðingar á forgangsorku. Er þá alveg útilokað að komi til skerðingar á forgangsorku? Nei, það er ekki hægt að fullyrða það, því meiriháttar náttúruhamfarir gætu auðvitað leitt til þess að Landsvirkjun gæti ekki unnið orkuna. En það þarf slík óviðráðanleg, ytri atvik (force majeure) til að skerðingar á forgangsorku raungerist. Stöndum við allar skuldbindingar Landsvirkjun hefur ávallt staðið við allar skuldbindingar sínar um afhendingu á forgangsorku. Í slæmum vatnsárum tryggjum við afhendingu hennar með því að draga úr afhendingu á skerðanlegri orku. Það þarf ekki að koma á óvart, kerfið okkar er byggt upp með þessum hætti og allir sem kaupa raforku af Landsvirkjun eru meðvitaðir um það. Hér tala ég að sjálfsögðu aðeins fyrir hönd Landsvirkjunar en ég ætla að gefa mér að eins sé farið um önnur orkuvinnslufyrirtæki. Það er ekki samið um afhendingu forgangsorku ef minnsti vafi leikur á því hvort hægt sé að standa við gerðan samning. Loks er rétt að benda á, að Landsvirkjun hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja raforkuöryggi heimila. Við höfum t.d. forgangsraðað raforkusölu inn á almenna markaðinn umfram aðra raforkusölu, með því að tryggja 45% meira magn inn á þann markað frá 2021. Það eru auðvitað takmörk á því hversu mikið til viðbótar Landsvirkjun getur selt til almenna markaðarins. Fyrirtækið ber ekki ábyrgð á orkuöryggi almenna markaðarins, það gera stjórnvöld, en vissulega höfum við forgangsraðað. Við höfum líka dregið úr sölu til gagnavera um 50% milli ára og langt er síðan við lýstum því yfir að rafmyntagröftur sætti algjörum afgangi hjá okkur og fengi ekki forgangsorkusamninga. Þá má benda á að nýlega gerðum við tímamótasamning um afhendingu forgangsorku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum, sem dregur verulega úr bruna þeirra á jarðefnaeldsneyti. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun