Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 17. september 2024 20:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Börnin eru í fríi, veðrið misgott og rútínan fer alveg á hliðina. Allt í einu eru foreldrarnir farnir að skríða upp í rúm langt á undan unglingunum og rétt á eftir krökkunum. Eftir endalaust marga ísa, flakk um landið eða útlönd og enn eina spurningu um uppruna heimsins eða hvarf risaeðlnanna erum við bara öll þreytt! Jebb, ég líka! Jafnvel pör sem reyna sitt besta að forgangsraða nánd og kynlífi lenda í því að langt líði á milli þess sem þau stunda kynlíf. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman. Með tímanum minnkar nándin á milli okkar sem gerir það oft að verkum að kynlíf er sett meira til hliðar. Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman, segir Aldís.Getty Fyrir utan það, þá er þessi árstími stundum ekkert sérstaklega sexí tími! Til dæmis þegar við þurfum að renna niður svefnpokanum og reyna að skýla okkur frá kuldanum á meðan verið að passa að engin hljóð heyrist! En jæja.. nóg um það! Hvað er til ráða? Það er auðvitað ekkert eitt svar. Pör eru allskonar og hversu oft þau vilja stunda kynlíf er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að undirbúa álagstíma vel. Ef við vitum að sumarið er krefjandi tími fyrir okkur og kynlífið endar aftasta á forgangslistanum er gott að spjalla saman um það fyrir fram. Þá getum við gefið okkur extra góðan tíma til að sinna sambandinu og stunda kynlíf um vorið og síðan rætt það hvernig við ætlum að tækla þennan krefjandi tíma. En hér eru nokkur góð ráð: Forgangsraðið sambandinu. Ekki leyfa sambandinu að mæta afgangi. Gefið ykkur tíma til að hlúa að ykkur. Fáið pössun og farið saman á deit, þó það sé sumar! Skipuleggið kynlíf. Takið samtalið í upphafi vikunnar um það hvenær þið ætlið að gefa ykkur tíma fyrir nánd og kynlíf. Núna er tíminn til að vera meira skapandi! Prófið að vakna fyrr og stundið kynlíf áður en börnin vakna eða setjið meiri fókus á styttra kynlíf (e. quickies). Sturtan, bílinn, nátturan.. hvar getið þið hugsað ykkur að stunda kynlíf? Stundið sjálfsfróun saman eða í sitthvoru lagi. Ef staðan er þannig að ekki er hægt að finna tíma fyrir kynlíf er frábært að skiptast á að vera með krakkana á meðan maki fær tíma fyrir sig! Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman. Gæði umfram magn! Með því að tala saman um það sem ykkur finnst gott og forgangsraða unaði í kynlífi náum við að auka gæðin. Hversu oft við náum að stunda kynlíf verður oft aukaatriði þegar kynlífið sem við erum að stunda er virkilega gott. Tæknina má nýta bætur. Frekar en að skrolla á TikTok og fjarlægjast hvort annað í fríinu má nota þessi tæki til að viðhalda spennu og erótík milli ykkar. Sendið skilaboð og leikið ykkur að því að búa til spennu á milli ykkar. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman.Getty Sumarið er tíminn fyrir sum pör! Vissulega tengja ekki öll pör við það að kynlífið fái minna pláss á sumrin. Að vera í fríi, slaka á og vera í meiri nálægð við maka getur einnig leitt til þess að pör stundi kynlíf oftar. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni eykst hjá mörgum pörum í kringum sumarið og svo aftur um jólin. Sum finna fyrir extra mikilli greddu á sumrin og mögulega leyfa sér að leika sér meira. Það að sleppa frá hversdagsleikanum og hlutverkinu sem við sinnum alla daga getur búið til rými fyrir kynveruna innra með okkur. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Börnin eru í fríi, veðrið misgott og rútínan fer alveg á hliðina. Allt í einu eru foreldrarnir farnir að skríða upp í rúm langt á undan unglingunum og rétt á eftir krökkunum. Eftir endalaust marga ísa, flakk um landið eða útlönd og enn eina spurningu um uppruna heimsins eða hvarf risaeðlnanna erum við bara öll þreytt! Jebb, ég líka! Jafnvel pör sem reyna sitt besta að forgangsraða nánd og kynlífi lenda í því að langt líði á milli þess sem þau stunda kynlíf. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman. Með tímanum minnkar nándin á milli okkar sem gerir það oft að verkum að kynlíf er sett meira til hliðar. Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman, segir Aldís.Getty Fyrir utan það, þá er þessi árstími stundum ekkert sérstaklega sexí tími! Til dæmis þegar við þurfum að renna niður svefnpokanum og reyna að skýla okkur frá kuldanum á meðan verið að passa að engin hljóð heyrist! En jæja.. nóg um það! Hvað er til ráða? Það er auðvitað ekkert eitt svar. Pör eru allskonar og hversu oft þau vilja stunda kynlíf er mjög misjafnt. En það er mikilvægt að undirbúa álagstíma vel. Ef við vitum að sumarið er krefjandi tími fyrir okkur og kynlífið endar aftasta á forgangslistanum er gott að spjalla saman um það fyrir fram. Þá getum við gefið okkur extra góðan tíma til að sinna sambandinu og stunda kynlíf um vorið og síðan rætt það hvernig við ætlum að tækla þennan krefjandi tíma. En hér eru nokkur góð ráð: Forgangsraðið sambandinu. Ekki leyfa sambandinu að mæta afgangi. Gefið ykkur tíma til að hlúa að ykkur. Fáið pössun og farið saman á deit, þó það sé sumar! Skipuleggið kynlíf. Takið samtalið í upphafi vikunnar um það hvenær þið ætlið að gefa ykkur tíma fyrir nánd og kynlíf. Núna er tíminn til að vera meira skapandi! Prófið að vakna fyrr og stundið kynlíf áður en börnin vakna eða setjið meiri fókus á styttra kynlíf (e. quickies). Sturtan, bílinn, nátturan.. hvar getið þið hugsað ykkur að stunda kynlíf? Stundið sjálfsfróun saman eða í sitthvoru lagi. Ef staðan er þannig að ekki er hægt að finna tíma fyrir kynlíf er frábært að skiptast á að vera með krakkana á meðan maki fær tíma fyrir sig! Seint á kvöldin þegar þið eruð þreytt er líka hægt að liggja hlið við hlið og fróa sér saman. Gæði umfram magn! Með því að tala saman um það sem ykkur finnst gott og forgangsraða unaði í kynlífi náum við að auka gæðin. Hversu oft við náum að stunda kynlíf verður oft aukaatriði þegar kynlífið sem við erum að stunda er virkilega gott. Tæknina má nýta bætur. Frekar en að skrolla á TikTok og fjarlægjast hvort annað í fríinu má nota þessi tæki til að viðhalda spennu og erótík milli ykkar. Sendið skilaboð og leikið ykkur að því að búa til spennu á milli ykkar. Þegar álagið á heimilinu eykst myndast færri tækifæri til að vera tvö ein saman.Getty Sumarið er tíminn fyrir sum pör! Vissulega tengja ekki öll pör við það að kynlífið fái minna pláss á sumrin. Að vera í fríi, slaka á og vera í meiri nálægð við maka getur einnig leitt til þess að pör stundi kynlíf oftar. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni eykst hjá mörgum pörum í kringum sumarið og svo aftur um jólin. Sum finna fyrir extra mikilli greddu á sumrin og mögulega leyfa sér að leika sér meira. Það að sleppa frá hversdagsleikanum og hlutverkinu sem við sinnum alla daga getur búið til rými fyrir kynveruna innra með okkur.
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Saga jarðaði alla við borðið Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Sjá meira