Yazan vakinn á sjúkrabeði og á leið úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2024 00:42 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Ellefu ára gamall fjölfatlaður drengur frá Palestínu var vakinn á sjúkrabeði sínu í Rjóðrinu seint í kvöld af lögreglu. Til stendur að fljúga með hann úr landi í fyrramálið ásamt fjölskyldu hans. Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi sótt Yazan Tamimi, ellefu ára dreng með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóm, í Rjóðrið á Landspítalanum þar sem drengurinn hefur legið undanfarnar vikur. Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingardeild Landspítalans. Fréttastofa hefur fengið fullyrðingar Alberts um yfirvofandi brottflutning Yazans staðfestan. Samkvæmt heimildum fréttastofu er flug fyrirhugað frá Íslandi til Spánar í fyrramálið. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. „Grimmdarverk í skjóli nætur“ Albert Björn fékk símtal um miðnætti frá réttargæslumanni fatlaðs fólks sem hafði fengið þær upplýsingar að Yazan hefði verið vakinn í rúmi sínu í Rjóðrinu. „Lögregla hafði sótt Yazan upp í Rjóður þar sem hann lá sofandi í sjúkrarúmi. Það er búið að slökkva á öllum farsímum fjölskyldunnar. Þetta er grimmdarverk lögreglu í skjóli nætur,“ segir Albert Björn. „Ég hef haft samband við lögreglu bæði fyrir hönd fjölskyldunnar sem lögmaður og réttargæslunnar. Við eigum rétt að aðkomu að svona málum,“ segir Albert Björn. Lögregla hafi hafnað að veita nokkrar upplýsingar og ekki einu sinni staðfest að Yazan hafi verið færður úr Rjóðrinu. „Þau benda á að ég eigi að hringja á opnunartíma í Ríkislögreglustjóra,“ segir Albert. Honum blöskrar vinnubrögð lögreglu. Hefur miklar áhyggjur Albert segir ljóst að lögregla vilji geta unnið sína vinnu í næði og án þess að nokkur fái hönd við reist. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af fjölskyldunni og þeim aðbúnaði sem þau fá bæði í flutningnum og á Spáni,“ segir Albert Björn. „Svona aðgerð er engan vegin líkleg til að vera til hagsbóta fyrir langveikt ellefu ára gamalt barn,“ segir Albert Björn. Nöturlegt ef Barnasáttmálinn gripi ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í júlí að barnamálaráðuneytið hefði engar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og því síður heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ sagði Ásmundur Einar. Það þyrfti að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ sagði Ásmundur. Samstöðufundur fyrir tveimur vikum Samstöðufundur fyrir Yazan fór fram á Austurvelli þann 28. ágúst síðastliðinn. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri sagði útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ sagði Sólveig. „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur sagði almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Þá hafa samtökin No borders skorað á íslensk flugfélög að hafna því að fljúga Yazan úr landi. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ sagði í yfirlýsingu No borders á dögunum. Halda út á Keflavíkurflugvöll Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og María Lilja Þrastardóttir Kemp eru á meðal íslenskra kvenna sem komu að flutningi fólks frá Palestínu til Íslands snemma á þessu ári. Fólkið var með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bergþóra er meðal þeirra sem hafa greint frá brottflutningnum á samfélagsmiðlum í kvöld. Þær hafa talað máli Yazan líkt og fleiri og vakið athygli á yfirvofandi brottflutningi á samfélagsmiðlum undanfarna klukkustund. No borders hafa stofnað viðburðinn Mótmælum á Keflavíkurflugvelli á Facebook þar sem fólk er hvatt til að fjölmenna á Keflavíkurflugvöll og mótmæla brottvísuninni. „Lögreglan hefur tekið Yazan Tamimi af Barnaspítalanum og ætlar sér að brottvísa honum í nótt! Mætum öll upp á Keflavíkurflugvöll og grípur til aðgerða gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda!“ María Lilja segist í samtali við fréttastofu vera á leiðinni út á flugvöll ásamt fjölda fólks. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. 28. ágúst 2024 11:44 Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22. ágúst 2024 12:51 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir í samtali við Vísi að lögregla hafi sótt Yazan Tamimi, ellefu ára dreng með Duchenne-vöðvarýrnunarsjúkdóm, í Rjóðrið á Landspítalanum þar sem drengurinn hefur legið undanfarnar vikur. Rjóðrið er hvíldar- og endurhæfingardeild Landspítalans. Fréttastofa hefur fengið fullyrðingar Alberts um yfirvofandi brottflutning Yazans staðfestan. Samkvæmt heimildum fréttastofu er flug fyrirhugað frá Íslandi til Spánar í fyrramálið. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. „Grimmdarverk í skjóli nætur“ Albert Björn fékk símtal um miðnætti frá réttargæslumanni fatlaðs fólks sem hafði fengið þær upplýsingar að Yazan hefði verið vakinn í rúmi sínu í Rjóðrinu. „Lögregla hafði sótt Yazan upp í Rjóður þar sem hann lá sofandi í sjúkrarúmi. Það er búið að slökkva á öllum farsímum fjölskyldunnar. Þetta er grimmdarverk lögreglu í skjóli nætur,“ segir Albert Björn. „Ég hef haft samband við lögreglu bæði fyrir hönd fjölskyldunnar sem lögmaður og réttargæslunnar. Við eigum rétt að aðkomu að svona málum,“ segir Albert Björn. Lögregla hafi hafnað að veita nokkrar upplýsingar og ekki einu sinni staðfest að Yazan hafi verið færður úr Rjóðrinu. „Þau benda á að ég eigi að hringja á opnunartíma í Ríkislögreglustjóra,“ segir Albert. Honum blöskrar vinnubrögð lögreglu. Hefur miklar áhyggjur Albert segir ljóst að lögregla vilji geta unnið sína vinnu í næði og án þess að nokkur fái hönd við reist. „Ég hef mjög miklar áhyggjur af fjölskyldunni og þeim aðbúnaði sem þau fá bæði í flutningnum og á Spáni,“ segir Albert Björn. „Svona aðgerð er engan vegin líkleg til að vera til hagsbóta fyrir langveikt ellefu ára gamalt barn,“ segir Albert Björn. Nöturlegt ef Barnasáttmálinn gripi ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði í júlí að barnamálaráðuneytið hefði engar upplýsingar eða gögn um mál Yazans og því síður heimild til þess að hlutast til um þau. „En það er gríðarlega mikilvægt að öll stjórnvöld, sama hvort það eru útlendingayfirvöld eða aðrir, fari að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þeim réttindum og skyldum sem við höfum sett fram að við ætlum okkar að standa gagnvart börnum og það á við um öll börn. Í þessu tilfelli, þá treysti ég því að það hafi verið unnið ítarlegt hagsmunamat á hagsmunum þessa drengs þar sem hans hagsmunir voru skoðaðir en ekki skilvirkni kerfisins eða staða fjölskyldunnar í heild sinni,“ sagði Ásmundur Einar. Það þyrfti að skoða hvort unnið hafi verið eftir Barnasáttmálanum í máli Yazans. „Mér fyndist nöturlegt ef niðurstaðan yrði sú að Barnasáttmállinn og réttindi barna myndu ekki grípa þetta barn. En ég vonast auðvitað til þess að það geti gerst. Hagsmunamat í málefnum barna á að vera einstaklingsmiðað og ég verð að treysta því að það hafi verið unnið með þeim hætti og það sé líka verið að vinna með þeim hætti núna í framhaldi málsins,“ sagði Ásmundur. Samstöðufundur fyrir tveimur vikum Samstöðufundur fyrir Yazan fór fram á Austurvelli þann 28. ágúst síðastliðinn. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri sagði útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ sagði Sólveig. „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur sagði almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Þá hafa samtökin No borders skorað á íslensk flugfélög að hafna því að fljúga Yazan úr landi. „Ekkert flugfélag sem státar sig af samfélagslegri ábyrgð ætti að sætta sig við það að framkvæma illvirki á borð við það að senda langveikt og dauðvona barn úr landi og á götuna á Spáni þar sem það verður, án dvalarleyfis og læknisþjónustu. Þetta er ekki eitthvað sem við getum látið bjóða okkur. Að öllu óbreyttu á Yazan aðeins örfá ár eftir ólifuð,“ sagði í yfirlýsingu No borders á dögunum. Halda út á Keflavíkurflugvöll Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og María Lilja Þrastardóttir Kemp eru á meðal íslenskra kvenna sem komu að flutningi fólks frá Palestínu til Íslands snemma á þessu ári. Fólkið var með dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bergþóra er meðal þeirra sem hafa greint frá brottflutningnum á samfélagsmiðlum í kvöld. Þær hafa talað máli Yazan líkt og fleiri og vakið athygli á yfirvofandi brottflutningi á samfélagsmiðlum undanfarna klukkustund. No borders hafa stofnað viðburðinn Mótmælum á Keflavíkurflugvelli á Facebook þar sem fólk er hvatt til að fjölmenna á Keflavíkurflugvöll og mótmæla brottvísuninni. „Lögreglan hefur tekið Yazan Tamimi af Barnaspítalanum og ætlar sér að brottvísa honum í nótt! Mætum öll upp á Keflavíkurflugvöll og grípur til aðgerða gegn ódæðisverki lögreglu og stjórnvalda!“ María Lilja segist í samtali við fréttastofu vera á leiðinni út á flugvöll ásamt fjölda fólks. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Yazans Hælisleitendur Lögreglumál Landspítalinn Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. 28. ágúst 2024 11:44 Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22. ágúst 2024 12:51 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. 28. ágúst 2024 11:44
Skora á flugfélög að neita að flytja Yazan úr landi Samtökin No Borders Iceland skora á öll starfandi flugfélög á Íslandi að neita að fljúga Yazan Tamimi úr landi. 22. ágúst 2024 12:51
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44