Tilkynnt var um eld á svölum sem hafði kviknað út frá kerti en samkvæmt dagbók lögreglu tókst greiðlega að slökkva eldinn. Þó varð eitthvað tjón á húsinu að utan.
Í samantekt slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur jafnframt fram að dælubílar hafi veið boðaðir út átta sinnum síðasta sólarhringinn. Þá var einnig nóg að gera hjá þeim í sjúkraflutningum en síðasta sólarhringinn voru skráðir 104 slíkir flutningar og þar af 27 í forgangi.
Þá kemur einnig fram í dagbók lögreglunnar að einhver fjöldi ökumanna hafi verið stöðvaður vegna gruns um að aka undir áhrifum áfengis- eða vímuefna og tilkynnt um innbrot í geymslur.