Skráningum á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 17. september 2024 08:02 Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Alþjóðadagur sjúklingaöryggis 17. september. Alþjóðadagur öryggis sjúklinga er haldinn ár hvert þann 17. september og markmiðið er að efla heilsu og öryggi sjúklinga á heimsvísu. Í ár er dagurinn tileinkaður því að viðurkenna mikilvægi réttra og tímanlegra sjúkdómsgreininga til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar sjúklingur fær ekki rétta sjúkdómsgreiningu, eða það er látið hjá líða að gera greiningar, geta ástæðurnar verið vitrænar/hugrænar eða vegna kerfisþátta sem hafa áhrif á greiningu. Þegar talað er um vitræna/hugræna ástæðu er það oftast læknirinn sem lætur hjá líða að leita skýringa á sjúkdómseinkennum sjúklinga, gefur sér eitthvað án þess að það sé stutt með nægum rökum, lætur hjá líða að gefa sjúklingi eða aðstandanda rétta og tímanlega skýringu á heilsuvanda, vinnur ekki eftir þeirri sjúkdómsgreiningu sem búið er að setja og er til staðar, eða lætur ekki framkvæma þær rannsóknir sem þarf vegna vankunnáttu/reynsluleysis í klínískri greiningu, hann hlustaði ekki á skjólstæðinginn, fannst kostnaðurinn vera of mikill eða sjúklingurinn of gamall til að hann skipti máli. Kerfisþættir eru veikleikar í skipulagi, samskipti milli fagfólks eða skjólstæðinga sem eru ófullnægjandi. Í allri þessari upptalningu sem er alls ekki tæmandi getur svo fléttast inn í ófullnægjandi mönnun í heilbrigðiskerfinu, vinnuálag, umhverfisþættir, þreyta og streita. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að rangar sjúkdómsgreiningar gætu verið um 16% sem hægt væri að koma í veg fyrir að valdi sjúklingum skaða eða dauða og rannsóknir hafa leitt að því líkur að hver einasti einstaklingur verði fyrir rangri sjúkdómsgreiningu einu sinni á ævinni. Háar bótaupphæðir hafa verið greiddar vegna mistaka við sjúkdómsgreiningar bæði í Bandaríkjunum og Danmörku. Árið 2015 kom út skýrslan Improving Diagnosis in Health Care, þar sem rangar sjúkdómsgreiningar eru settar fram sem stórt vandamál: U.þ.b. 5% fullorðinna göngudeildarsjúklinga í Bandaríkjunum upplifa seinkun á eða ranga greiningu. Krufningar benda til þess að greiningarvillur séu ástæða fyrir u.þ.b. 10% dauðsfalla sjúklinga og yfirlit yfir sjúkraskrár sýna að rangar greiningar eru ábyrgar fyrir allt að 17% aukaverkana á sjúkrahúsum. Í Danmörku eru rangar sjúkdómsgreiningar algeng orsök bóta sem greiddar eru til sjúklinga. Tvær skýrslur sem Patientforsikringen gaf út í samstarfi við umboðsmann sjúklinga árið 2013 sýna að „séð sjúkdómsgreining“ er bæði algengasta ástæðan fyrir því að sjúklingum eru dæmdar bætur og um leið sú ástæða sem veldur hæstu bótaupphæðinni, nefnilega yfir 500 millj DKK fyrir fimm ára tímabilið 2008–2013. Gögn frá danska heilbrigðiskerfinu árið 2019 sýna fram á að 26% tilvika þar sem sjúklingar fengu bætur mátti rekja til sjúkdómsgreininga sem tengdust rangri, vöntun eða seinkun á greiningu. Viðurkennt er að skráningu á mistökum við sjúkdómsgreiningar er ábótavant á alþjóðavísu. Hér á landi eru ekki til neinar slíkar skráningar, og Landlæknisembættið hefur ekki skoðað sérstaklega dauðsföll, örkumlun eða örorku sem fólk hefur hlotið vegna mistaka við greiningu, ekki er sjáanlegt heldur að einstaklingar hér á landi hafi fengið bætur sem tengja má við mistök í sjúkdómsgreiningum. Íslenska heilbrigðiskerfið er langt á eftir því sem gerist í löndum sem við berum okkur jafnan saman við í þessum málum. Það er t.d. mjög sláandi að bera saman heilbrigðiskerfið í Danmörku og hér á Íslandi varðandi þátttöku sjúklinga og réttindi og alla skráningu. Það er vissulega erfitt fyrir alla að sætta sig við rangar greiningar, því verið er að horfa á að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dauða eða örorku. En við verðum að líta til þess að þetta er hluti af mannlegum mistökum sem verður að horfast í augu við. Við þurfum að greina hvað orsakar ranga greiningu svo að enturtekning á mistökin eigi sér síður stað og gefa þeim sem verða fyrir þeim viðurkenningu á að mistök hafa átt sér stað. Þannig að hægt sé að vinna á uppbyggilegan hátt úr því sem gerðist. Við getum líka bætt öryggi heilbrigðiskerfisins með því að þróa og nota gerfigreind, sem hefur sýnt að dragi úr mannlegum mistökum, bætir klínískar niðurstöður og minnkar álag hjá heilbrigðisstarfsfólki. En aðkallandi er að settar verði reglugerðir og lög þar um, sem koma í veg fyrir þær hættur sem geta líka stafað af notkun gerfigreindar. Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur MPH og á sæti í stjórn Heilsuhags og í Fagráðsnefnd um sjúklingaöryggi á vegum Landlæknis.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar