Vonast til að fá vinnu að námi loknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. september 2024 20:02 Anna Björk Elkjær Emilsdóttir og Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemendur. Vísir/Einar Nýtt nám fyrir fólk með þroskahömlun og aðrar fatlanir hófst í vikunni en ráðist var í verkefnið til að auka atvinnuþátttöku fólks með mismikla starfsgetu. Námið býður upp á starfsþjálfun og fræðslu en nemendur sem fréttastofa ræddi við vonuðust til að verða leikskólakennarar eða starfa í félagsmiðstöð Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk. Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu en 60 nemendur á ellefu stöðum á landinu hafa skráð sig í námið sem heitir Færniþjálfun á vinnumarkaði en það fer fram í símenntunarmiðstöðvum og stofnunum. Verkefnið er einnig hluti af landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks sem samþykkt var á Alþingi fyrr á árinu. „Færniþjálfunin er tekin á einni önn og inniber bæði starfsþjálfun og fræðslu. Í boði er starfstengt nám við félags- og þjónustustörf, á lager/vöruhúsi, við endurvinnslu, á leikskóla, í ferðaþjónustu og í verslun. Námið er hluti af því námi sem fræðsluaðilar um allt land bjóða upp á (sí- og endurmenntun) og skrifað inn í íslenska hæfnirammann. Það er gríðarlega mikilvægt því þá erum við ekki að taka fatlað fólk til hliðar eins og gert hefur verið hingað til og segja að eitthvað annað eigi að gilda um það en aðra,“ segir í tilkynningu um nýja námið. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.Vísir/Einar Langar að vinna á leikskóla Nemendur sem að fréttastofa ræddi við í dag sögðust mjög spenntir fyrir náminu og vonuðust til þess að fá vinnu að námi loknu. „Bara mjög gott að komast inn í svona verkefni sem að gefur gott fyrir mig og vonandi kemst ég bara lengra með þetta,“ sagði Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Hvernig vinnu myndirðu helst vilja fá? „Leikskóla, fara í leikskóla og kynnast því. Mér finnst bara gaman að vera með krökkunum og leika mér og svona, svo það er bara gaman.“ Anna Björk Elkjær Emilsdóttir, 22 ára nemandi. Finnst gaman að vinna með börnum Helena Júlía Steinarsdóttir, annar 22 ára nemandi, sagðist vonast til þess að fá vinnu á frístundarheimili í Vesturbænum því þar sé svo gaman að vinna með börnum. Spurð hvernig námið hefst segir hún: „Við eigum að koma og bíða eftir kennaranum og svo þegar hún kemur þá byrjum við bara að tala og fara yfir það sem við erum að fara gera í dag.“ Ertu strax búin að læra eitthvað? „Nei ekki mikið ég var bara að byrja síðasta mánudag.“ Helena Júlía Steinarsdóttir, 22 ára nemandi.Vísir/Einar „Hefur gríðarlega mikla þýðingu“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur í atvinnutækifærum fatlaðs fólks sem hannaði og undirbjó námslínuna, segir að um mikilvæg tímamót sé að ræða og frábært að verkefnið skili fólki inn á almennan vinnumarkað en ekki í sértæk störf. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir þennan hóp sem er að taka þátt í þessu verkefni núna sem er einn viðkvæmasti hópurinn í samfélaginu. Við erum að gefa þeim tækifæri og vonandi til framtíðar. Ég veit bara að það var mikil eftirspurn eftir þessu og það eru fleiri sem bíða eftir því að fá að taka þátt.“ Sara Dögg Svanhildardóttir, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Einar Spennandi og gefandi að efla náms- og starfstækifæri Verkefnið er hluti af breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnti fyrr á árinu undir heitinu Öll með. „Þetta er einn bútur í keðjunni sem við erum að vinna í um þessar mundir og ofboðslega spennandi og gefandi að taka þátt í að efla bæði náms- og starfstækifæri fatlaðs fólks.“ Hópmynd var tekin eftir að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hélt tölu fyrir nemendur og starfsfólk.
Félagsmál Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira