Hugrenningar forstöðumanns Dögg Þrastardóttir skrifar 12. september 2024 14:00 Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vopnaburður barna og ungmenna Meðferðarheimili Rangárþing ytra Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Það hefur vafalaust ekki farið fram hjá neinum sem les fréttir eða skoðar samfélagsmiðla að hnífaburður meðal ungmenna hefur aukist og allir eru á tánum hvað við getum gert í þessum efnum. Við erum hrædd um ungmennin okkar en ég upplifi líka að fólk sé hrætt við þau. Hið minnsta er fólk hrætt við að hafa starfsemi sem hjálpar þeim í návígi við sig að því er virðist en vill samt að starfsemin sé til staðar. En hvar á hún þá að vera? Þar sem enginn er? Langt frá allri þjónustu? Afskekkt þar sem erfitt er að manna með fólki sem hefur þekkingu og eða reynslu á þessu sviði? Hvar viljum við hafa börnin? Þar sem þau eru ekki fyrir, því þau mega ekki taka pláss né tilheyra? Ég velti því fyrir mér hvernig fólk sér fyrir sér að starf á meðferðarheimili með unglingum sem flest hver hafa verið á mjög slæmum stað í lífinu og jafnvel gert hluti sem þau sjá eftir? Ætli starfið sé ekki barningur dag eftir dag? Þau að beita ofbeldi statt og stöðugt? Með hnífum? Mikil neysla? Brotið og bramlað? Stutta svarið við þessu er nei, þetta er ekki þannig. Heilt yfir gengur starfið og vinnan með ungmennunum vel. Starfið byggir á að koma inn rútínu s.s. að vakna á morgnana, borða á matmálstímum ásamt því að ýta undir virkni, hvort sem það er að mæta í skóla eða vinnu. Þá erum við að vinna með einstaklinginn í hópatímum og einstaklingstímum. Flesta daga er tómstundum sinnt og um helgar brjótum við upp starfið með minni eða stærri afþreyingu. Allt er þetta unnið út frá hverjum og einum. Við vinnum út frá hugmyndafræði um stöðustyrkjandi viðmót (e: status dynamic approach), áfallamiðaða nálgun (e: trauma informed care) og áhugahvetjandi samtal (e: motivational interviewing (MI)). Stöðustyrkjandi viðmót er aðferð notuð til að styrkja stöðu einstaklings. Áfallamiðuð nálgun byggir á þeirri forsendu að fjölmargir eigi sér sögu um áföll. Því sé mikilvægt að skapa ekki aðstæður sem ýta undir áfallaviðbrögð heldur stöðugt og öruggt umhverfi sem eflir jákvæðan þroska. Áhugahvetjandi samtal er einstaklingsmiðuð leið sem byggir á samvinnu og leiðbeiningu til að kalla fram og styrkja innri áhugahvöt einstaklinga til breytinga. Oftast nær gengur dagurinn mjög vel fyrir sig og hópurinn er virkur en stundum koma tímabil þar sem einhverjir eiga erfitt með að vakna á morgnana og koma sér í virkni og er það þá algengasta áskorunin. En auðvitað verða líka uppákomur, jafnvel mjög erfiðar uppákomur. Þær eru sem betur fer sjaldgæfar og er starfsfólkið þjálfað í að takast á við þær. Þegar annað gengur ekki þá fáum við aðstoð frá lögreglu. Nágrannar eða þeir sem keyra framhjá verða einskis varir nema þá að þeir sjái lögreglubíl. Allskonar getur vissulega gerst. Lang oftast fáum við að sjá góðu hliðarnar hjá krökkunum, hvers þau eru megn, hvaða hæfileikum þau eru gædd og reynum að ýta undir þá. Því trúið mér, þau hafa flest hver alveg fengið að kynnast því á ólíkum sviðum hvað þau eru ómöguleg. Þau þurfa að öðlast trú á sér, byggja sig upp, finna að þau tilheyri og fái pláss. Gefum þeim pláss og leyfum þeim að finna að þau tilheyri! Því þrátt fyrir allt þá eru þetta góðir krakkar með slæma reynslu á bakinu. Höfundur er forstöðumaður á Meðferðarheimilinu Lækjarbakka sem leitar að logandi ljósi að húsnæði undir starfsemina sína.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar