Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2024 08:02 Raxi og landkönnuðurinn Ingólfur Arnarson (júníor) svífa eins og fuglinn fljúgandi yfir Lónsöræfi og uppgötvuðu lygilega litadýrð í hinni ósnortnu náttúru. vísir/rax Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Að þessu sinni flaug Raxi flugvél sinni yfir Lónsöræfi sem eru tvímælalaust meðal allra fallegustu staða á Íslandi. Jölulsá í lóni rennur í hlykkjum niður hrikalegt gljúfrið í átt til sjávar. Þetta er illt yfirferðar og þangað hafa ekki margir komið, þó gönguhópar leiti leiða. Marga staðina er einungis unnt að skoða úr lofti. „Það þarf að hafa varann á sér á flugi yfir Lónsöræfum og gljúfrinu,“ segir Raxi. Hann segir auðvelt að gleyma sér því þarna sé margt að sjá. „Litadýrðin er engu lík. Já, nema kannski í Landmannalaugum? En ef rýnt er inn í klettabeltiin má sjá tröllsleg andlit og forynjur horfa til baka þegar flogið er þar hjá,“ segir Raxi og honum dettur strax í hug lagið Fjöllin hafa vakað: „Þarna hafa fjöllin vakað lengur en í þúsund ár.“ Og á vitaskuld kollgátuna. Lónsöræfi eru um fimm til sjö milljón ára gömul. Helgi Torfason jarðfræðingur gerði rannsóknir og gerði hann berggrunnskort af Kollumúlaeldisstöðinni á Lónsöræfum. Rannsóknir hans leiddu í ljós að eldstöðin hefur verið verik í um 1,3 milljónir ára. Ragnar og Ingólfur voru ekki einir á ferð. Þarna er gul flugvél að flækjast inn um en hún gefur til kynna stærðarhlutföllin sem um ræður. En við skulum leyfa myndunum að tala sínu máli. Reynið að finna tröll og sá sem finnur flest vinnur. Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax Lónsöræfi.vísir/rax
Ljósmyndun RAX Sveitarfélagið Hornafjörður Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins. 8. september 2024 09:01
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein