Gat varla gengið en hljóp hálfmaraþon Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. september 2024 09:54 Dagur tók á honum stóra sínum um helgina. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson forseti borgarráðs segist hafa komið sjálfum sér og öðrum á óvart um helgina þegar hann hljóp hálfmaraþon. Hann segir það stóran áfanga, hann hafi ekki verið viss um að hann gæti þetta, enda séu ekki mörg ár síðan hann gat varla gengið vegna gigtar og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt. Dagur leysir frá skjóðunni í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segist hann hafa tekið þátt í hlaupi í Englandi sem ber heitið The Great Northern Run en með honum í för var meðal annars Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi þingmaður. Dagur segist hafa látið til leiðast þar sem um góðgerðarhlaup hafi verið að ræða og segist hann hafa hlaupið fyrir Bergið, headspace. „Ég var satt að segja ekki viss um að ég gæti þetta - en viti menn - ég bar gæfu til að fara á mínum hraða, leið vel allan tímann og kom brosandi í mark, án þess að hafa þurft að grípa til þess ráðs að ganga eða hægja á mér þessa 21 kílómetra sem hlaupið stóð,“ segir Dagur. Hann þakkar sérstaklega tónlistinni fyrir að hafa komist svona langt og þakkar þó nokkrum tónlistarmönnum fyrir. „Fyrir mér var þetta satt best að segja býsna stór áfangi. Það eru auðvitað ekki mörg ár síðan ég gat varla gengið og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt vegna gigtarinnar. Nú hefur mér tekist að vera lyfjalaus sl. tvö ár með hjálp míns frábæra gigtarlæknis og líður framúrskarandi vel. Já, ég hef sannarlega margt til að vera þakklátur fyrir - meðal annars frábæra vini sem draga mann út í svona vitleysu!“ Dagur greindist fyrst með gigt árið 2018 og ræddi hana meðal annars í opinskáu viðtali í Fréttablaðinu. Þar sagðist hann fyrst hafa haldið að hann væri fótbrotinn þegar einkenni gigtarinnar komu upp. Síðar hafi afneitun fylgt á eftir áður en hann hóf meðferð gegn sjúkdómnum. Hlaup Bretland Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Dagur leysir frá skjóðunni í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar segist hann hafa tekið þátt í hlaupi í Englandi sem ber heitið The Great Northern Run en með honum í för var meðal annars Guðmundur Steingrímsson fyrrverandi þingmaður. Dagur segist hafa látið til leiðast þar sem um góðgerðarhlaup hafi verið að ræða og segist hann hafa hlaupið fyrir Bergið, headspace. „Ég var satt að segja ekki viss um að ég gæti þetta - en viti menn - ég bar gæfu til að fara á mínum hraða, leið vel allan tímann og kom brosandi í mark, án þess að hafa þurft að grípa til þess ráðs að ganga eða hægja á mér þessa 21 kílómetra sem hlaupið stóð,“ segir Dagur. Hann þakkar sérstaklega tónlistinni fyrir að hafa komist svona langt og þakkar þó nokkrum tónlistarmönnum fyrir. „Fyrir mér var þetta satt best að segja býsna stór áfangi. Það eru auðvitað ekki mörg ár síðan ég gat varla gengið og þurfti að styðjast við staf vetrarlangt vegna gigtarinnar. Nú hefur mér tekist að vera lyfjalaus sl. tvö ár með hjálp míns frábæra gigtarlæknis og líður framúrskarandi vel. Já, ég hef sannarlega margt til að vera þakklátur fyrir - meðal annars frábæra vini sem draga mann út í svona vitleysu!“ Dagur greindist fyrst með gigt árið 2018 og ræddi hana meðal annars í opinskáu viðtali í Fréttablaðinu. Þar sagðist hann fyrst hafa haldið að hann væri fótbrotinn þegar einkenni gigtarinnar komu upp. Síðar hafi afneitun fylgt á eftir áður en hann hóf meðferð gegn sjúkdómnum.
Hlaup Bretland Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist