Letby, 34 ára, var dæmd í margfalt lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt sjö börn og reynt að myrða önnur sjö á fæðingardeild Countess of Chester-sjúkrahússins, þar sem hún starfaði á árunum 2015 og 2016.
Þegar Letby var loks handtekinn höfðu nokkrir starfsmenn ítrekað lýst áhyggjum af því að hjúkrunarfræðingurinn hefði átt aðild að dularfullum dauðsföllum barna á deildinni.
Rannsóknin sem nú er farin í gang snýr aðeins að því hvers vegna stjórnendur gripu ekki inn í fyrr og til skoðunar verða meðal annars reynsla foreldra barnanna, framganga annarra starfsmanna og á hvaða tímapunkti Letby hefði átt að vera látin hætta og lögregla kölluð til.
Hópur sérfræðinga, meðal annars á sviði ungbarnalækninga og tölfræði, hafa hins vegar kallað eftir því að rannsókninni verði frestað eða forsendum hennar breytt. Þeir telja verulegan vafa leika á sekt Letby og að það sé hvorki tímabært né gagnlegt að útiloka að dauðsföllin megi rekja til vanrækslu frekar en ásetnings.