Hringdi í skólann og varaði við rétt fyrir árásina Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 08:55 Nemandi við Apalachee-framhaldsskólann faðmar prest daginn eftir skotárásina mannskæðu í síðustu viku. Vísir/EPA Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum hringdi í skólann og varaði við „bráðri neyð“ rétt fyrir árásina. Hún hvatti skólaráðgjafa til að fara og finna son hennar strax. Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Tveir nemendur og tveir kennarar féllu og níu særðust þegar fjórtán ára gamall piltur hóf skothríð með árásarriffli í Apalachee-framhaldsskólanum í Winder í Georgíu miðvikudaginn 4. september. Auk piltsins er faðir hans ákærður fyrir aðild að drápunum vegna þess að hann leyfði syni sínum að eiga skotvopn. Yfirvöld ræddu við feðgana um hótanir piltsins á netinu um skólaárásir í fyrra. Símtal Marcee Gray, móður piltsins, við skólaráðgjafa aðeins um þrjátíu mínútum áður en árásin hófst er nú sagt vekja upp enn frekari spurningar um hvort að hægt hefði verið að afstýra henni, að sögn Washington Post. Systir Gray deildi skilaboðum sem hún sendi henni með bandaríska blaðinu þar sem Gray sagðist hafa hringt í skólann og sagt ráðgjafanum að það væri brýn nauðsyn að finna son hennar strax. Símagögn sýni að símtalið hófst um hálftíma áður en vitni segjast hafa séð piltinn hefja skothríð. Ráðgjafinn á að hafa sagt móðurinn að pilturinn hefði talað um skólaárás þá um morguninn. Skólastjórnandi hefði farið að í skólastofu piltsins en hann hefði ekki verið þar. Skotárásin hófst aðeins nokkrum mínútum síðar. Gray staðfesti frásögn Washington Post eftir að umfjöllunin birtist fyrst. Hún vildi þó ekki segja hvað hefði orðið til þess að hún hringdi í skólann en sagðist hafa greint lögreglunni frá því. „Skólinn brást þeim, þau hefðu getað komið í veg fyrir þessi dauðsföll en þau gerðu það ekki. Mér líður innilega þannig,“ segir Rabecca Sayarath, móðir bekkjasystur piltsins sem komst lífs af.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira