Rannsóknarleit Selfossveitna heldur áfram að skila árangri Sveinn Ægir Birgisson skrifar 9. september 2024 09:31 Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg er ört stækkandi samfélag sem hefur tekist á við talsverðar áskoranir á undanförnum árum. Selfossveitur sjá sveitarfélaginu fyrir heitu vatni og hafa svo sannarlega fundið fyrir vextinum. Veitan hefur þurft að stækka í takt við aukna eftirspurn og var því aukinn kraftur settur í rannsóknarleit eftir heitu vatni strax í upphafi kjörtímabilsins, árið 2022. Þessi áhersla á aukna rannsóknarleit hefur nú þegar skilað árangri. Veitan var kominn að þolmörkum Þegar nýr meirihluti tók við vorið 2022 var veitan kominn að þolmörkum. Samþykkt byggingaráform voru orðinn meiri en geta Selfossveitna og því þurfti að takmarka útgáfu byggingarleyfa tímabundið. Veturinn 2022-2023 var veitunni þungbær þar sem löng kuldatíð og eldsvoði í dæluhúsi varð til þess að orkuöflun hitaveitunnar skertist um tíma. Viðbragðsáætlun Selfossveitna var því virkjuð. Fyrsta stig viðbragðsáætlunar var að biðja íbúa um að fara sparlega með heitt vatn og lækka í snjóbræðslum á gervigrasvöllum. Því miður þurfti að grípa til næsta stigs sem var að loka sundlaugum og var útisvæði Sundhallar Selfoss lokað í 5 vikur ásamt því var hitinn lækkaður í öllum skóla- og íþróttamannvirkjum í jólaleyfinu. Á þessu tímabili var hámarksálag hjá Selfossveitum á afhendingu af heitu vatni, þó búið væri að grípa til fyrrgreindra aðgerða. Mesta afhendingargeta síðustu ára var um 300 lítra á sekúndu. Árangur í orkuöflun og breytt staða Jákvæðar fréttir bárust síðan í febrúar 2023 þegar vinnanlegt magn af um 85 gráðu heitu vatni fannst við rannsóknarleit á norðurbakka Ölfusár. Borholan ber nafnið SE-40 og gefur um 30 lítra á sekúndu. Framkvæmdir hófust strax við byggingu á dæluhúsi og lagningu nýrrar stofnlagnar undir Ölfusárbrú ásamt öðrum lögnum til að tengjast núverandi dreifikerfi. Þessi nýja vinnsluhola eykur afköst Selfossveitna um 10% en gert er ráð fyrir að hún verði tekin í notkun á næstu vikum. Aftur bárust jákvæð tíðindi í mars á þessu ári þegar jarðhitaleit á suðurbakka Ölfusár við Hótel Selfoss skilaði árangri. Þar fannst hola sem ber nafnið SE-45 og skilar um 15-20 lítrum á sekúndu af yfir 70 gráðu heitu vatni. Hönnun á dæluhúsi er hafin og gert er ráð fyrir að hola verði kominn í notkun eftir um eitt ár. Í byrjun ágúst skilaði jarðhitaleitin aftur árangri við bakka Ölfusár. Í þetta sinn við enda götunnar Sóltúns þar sem holan, SE-46 gæti skilað um átta lítrum á sekúndu af yfir 80 gráðu heitu vatni. Fyrir ört vaxandi samfélag eru þetta góðar fréttir. (loftmynd af staðsetningu verðandi vinnsluhola) Rannsóknarleit og orkuöflun hvergi nærri hætt Staðsetning á þessum nýju vinnsluholum er mjög hagkvæm. Það er dýrmætt að hafa orkuöflunarsvæði svona nálægt byggð þar sem stutt er í dreifikerfið. Starfsmenn Selfossveitna vinna hörðum höndum að virkjun á þessum nýju holum sem tekur um 1-2 ár að koma inn á dreifikerfið. Leit eftir heitu vatni getur verið tímafrek, kostnaðarsöm og, því miður, ekki alltaf skilað tilætluðum árangri. Það er því virkilega ánægjulegt að rannsóknarleit Selfossveitna síðustu tvö ár sé að skila aukinni afkastagetu sem nemur um 53 lítrum á sekúndu, sem er góð viðbót við þá 300 lítra á sekúndu sem fyrir eru í kerfinu. Vinnunni er þó hvergi nærri lokið enda þurfum við að horfa mörg ár fram í tímann til að geta annað eftirspurn til framtíðar. Það er stefna núverandi meirihluta að rannsóknarleit Selfossveitna haldi áfram til að tryggja íbúum og fyrirtækjum heitt vatn til framtíðar í Árborg. Höfundur er formaður bæjarráðs og eigna- og veitunefndar í Sveitarfélaginu Árborg.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun