„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2024 08:02 Alexander pakkaði Pálma pabba sínum saman: „það verður bara að viðurkennast“. vísir / ívar Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira
Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sjá meira