„Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. september 2024 08:02 Alexander pakkaði Pálma pabba sínum saman: „það verður bara að viðurkennast“. vísir / ívar Einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, hinn 14 ára gamli Alexander Rafn Pálmason, kom inn á í sinum fyrsta leik í Bestu deildinni á dögunum. Hann hefur verið á reynslu í Danmörku og stefnir þangað aftur. Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Metið setti Alexander, sem er fæddur árið 2010, þegar hann kom inn á sem varamaður í uppbótartíma í 4-2 sigri KR gegn ÍA. Þá aðeins 14 ára og 147 daga gamall. FH-ingurinn Gils Gíslason átti fyrra metið en hann var 14 ára og 318 daga þegar hann kom inn á í leik með FH undir lok tímabilsins sumarið 2022. „[Tilfinningin] var mjög góð [að ganga inn á völl]. Ég var búinn að bíða eftir þessu í smá tíma en fékk loksins sénsinn. Ég var ekki jafn stressaður og ég hélt ég myndi vera,“ sagði Alexander í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Lykilmaður langt upp fyrir sig Alexander hefur verið valinn í landsliðshóp U15-ára liðs Íslands og leikið með 2., 3. og 4. flokki KR-inga í sumar. Á dögunum fór hann úti á reynslu til danska liðsins Nordsjælland og mun síðan fara á reynslu til FCK strax eftir tímabilið. Þrátt fyrir ungan aldur er Alexander í lykilhlutverkið með 2.flokki KR. „Ég er búinn að vera í fótbolta síðan ég man eftir mér. Þetta er búið að vera mikil vinna,“ sagði Alexander sem kemur af góðum genum og fylgdist alla tíð með föður sínum spila, Pálma Rafni Pálmasyni. Föðurbetrungur Pálmi er fyrrum atvinnumaður sem átti farsælan feril í Noregi sem og hér á landi. Hann spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall með Völsungi. „Ég var á sextánda ári, þannig að jú hann er búinn að pakka mér saman, það verður bara að viðurkennast,“ sagði faðirinn stoltur. Alexander þykir heilmikið efni og stefnir alla leið í boltanum, draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann heldur með Arsenal.vísir / ívar Pálmi er framkvæmdastjóri KR en hafði son sinn á varamannabekknum þegar hann stýrði liðinu tímabundið í sumar, Óskar Hrafn Þorvaldsson var tekinn við störfum þegar Alexander kom inn á gegn ÍA. „Nógu stressaður var ég á lokamínútunum, en þegar við komumst í 4-2 þá róaðist ég aðeins niður. Svo kipptist hjartað aftur af stað þegar hann skokkaði inn á.“ Ekkert svindl í gangi Pálmi segir ekkert gruggugt við það að hann sé að fá mínútur með KR þrátt fyrir ungan aldur. „Það eru engar tilviljanir hverjir eru í hóp og ekkert svindl í gangi. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, hann á ekki að græða á því en hann á heldur ekki að líða fyrir það að vera sonur minn.“ Innslagið úr Sportpakkan gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira