Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2024 20:05 Hjónin Tanja Birgisdóttir yfirþjálfari hjá Fimleikadeild UMF.Selfoss og Mads Pind, sem er einnig þjálfari hjá deildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum. Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira
Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Sjá meira