Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2024 20:05 Hjónin Tanja Birgisdóttir yfirþjálfari hjá Fimleikadeild UMF.Selfoss og Mads Pind, sem er einnig þjálfari hjá deildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum. Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira
Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Sjá meira