Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Brúðkaup í sólinni
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra fagnaði ástinni í brúðkaupi góðra vina um helgina.
Heimsókn á Bessastaði
Helgi Ómars ljósmyndari og áhrifavaldur fór í heimsókn til Höllu Tómasdóttur forseta á Bessastaði.
Októberfest
Kristall Máni Ingason og Eyþór Wöhler, meðliðir hljómsveitarinnar Hubba Bubba, komu fram á Októberfest um helgina.
Glæsileg!
Tónlistarkonan Guðrún Eyfjörð eða GDRN, birti skísumynd og var stórglæsileg. GDRN kom meðal annars fram á Októberfest um helgina.
Ástfangin í 24 ár
Skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic og eiginmaður hennar Sigurður, fögnuðu 24 ára sambandafmæli sínu í vikunni.
„Það besta sem kom fyrir mig í lífinu var hann Siggi minn, því með honum hefur lífið verið fallegt og gott,“ skrifar Eva meðal annars við færsluna.
Netflix-draumur
Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og fyrirsæta, greindi frá því fyrr í vikunni að hann væri byrjaður í tökum á nýrri kvikmynd sem er væntanleg á Netflix.
„Í tökum fyrir fyrstu Netflix myndina mína! Ég er ótrúlega spenntur að geta loksins tilkynnt að ég sé að leika eitt af aðalhlutverkunum í Netflix kvikmynd,“ skrifaði Rúrik.
Ljúfur ágúst
Fegurðardrottningin Íris Freyja Salguero fer yfir ágúst-mánuð.
Flottur í bleiku
Raunveruleikastjarnan Binni Glee fagnaði 25 ára afmæli sínu um helgina með pompi og prakt klæddur bleikur samfesting.
Stóra eplið
Tinna Brá Baldvinsdóttir og Ari Eldjárn skemmtikraftur nutu sólarinnar í New York í vikunni þegar þau fögnuðu 43 ára afmæli Ara.
Guðmundur Birkir Pálmason, þekktur sem Gummi kíró, spókaði sig einnig um götur New York.
Gellustælar í sólinni
Áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, gjarnan þekkt sem Gugga í gúmmíbát, nýtur sólarinnar í Króatíu.
Eins árs verðlaunaplata
Grammy verðlaunahafinn og ein frægasta söngkona okkar Íslendinga Laufey Lín fagnar eins árs afmæli plötunnar Bewitched.
Fyrsta sólarhringinn eftir að platan var gefin út var henni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.
Förðun í skrefum
Embla Wigum, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, sýndi frá því í skrefum hvernig hún gerir sig til fyrir daginn.
Köben-fílíngur
Elísabetu Gunnars, tískudrottningu og athafnakonu, leið eins og hún væri í Köben þegar hún settist fyrir utan sætan vetitingastað í höfuðborginni.
Á ferð og flugi
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason segist vera virkur í lífinu.
Play-höllin
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir rifjaði upp gamla tíma í Playboy-höllinni frá árinu 2009.