Skipstjóri rekinn eftir vandræðalega myndatöku Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2024 16:09 Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að á meðfylgjandi mynd af Cameron Yaste, fyrrverandi skipstjóra tundurspillisins John McCain, snýr sjónaukinn á byssunni öfugt. Myndin var mikið aðhlátursefni. AP/Stars and Stripes Skipstjóri tundurspillisins John McCain var nýverið rekinn af yfirmönnum sínum í sjóher Bandaríkjanna. Það var gert fjórum mánuðum eftir að mynd af honum sem þótti vandræðaleg var birt á samfélagsmiðlum sjóhersins. Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen. Bandaríkin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Á umræddri mynd má sjá skipstjórann, sem heitir Cameron Yaste, skjóta úr byssu við æfingar og stóð við myndina að bandarískir sjóliðar væru sífellt reiðubúnir til að þjóna Bandaríkjunum og verja þau. Myndin vakti strax athygli, þar sem sjónaukinn á byssu Yaste sneri öfugt. Hann hefur í besta falli séð mjög illa út um hann. Myndin ku hafa orðið mikið aðhlátursefni vestanhafs og gerðu landgönguliðar meðal annarra grín að henni. Myndinni fljótlega eytt Mynd af landgönguliða skjóta úr byssu þar sem sjónaukinn sneri rétt var fljótt birt á samfélagsmiðlum landgönguliðsins. Clear Sight Picture#Marines assigned to the @15thMEUOfficial conduct a live-fire deck shoot aboard the @usnavy amphibious assault ship USS Boxer, April 6.The 15th MEU is currently embarked aboard the Boxer Amphibious Ready Group conducting routine operations.#BlueGreenTeam pic.twitter.com/NJqe4mLdmh— U.S. Marines (@USMC) April 10, 2024 Myndinni af Yaste var svo eytt í kjölfarið en þetta var fyrir fjórum mánuðum. Forsvarsmenn sjóhersins hafa ekki sagt af hverju Yaste var rekinn nú. Í yfirlýsingu frá sjóhernum segir að Cameron Yaste hafi verið rekinn vegna þess að yfirmenn hans hafi misst trú á því að hann hafi geti til að stýra herskipinu. Komið illa fram Stars and Stripes segir þessa ástæðu hafa verið gefna í öðrum tilfellum þar sem skipstjórar hafi verið reknir frá sjóhernum en raunverulegar ástæður hafi verið mismunandi. Í einhverjum tilfellum hafi viðkomandi komið illa fram við áhöfn sína, sýnt óviðeigandi hegðun utan starfs eða hreinlega staðið sig illa í starfi. John McCain er nú statt í Mið-Austurlöndum í flota sem hefur það verkefni að verja flugmóðurskipið Theodore Roosevelt, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. John McCain er tundurspillir af gerðinni Arleigh Burke en þau herskip eru hönnuð til að skjóta niður eldflaugar og flugvélar. Áhöfn skipsins hefur tekið þátt í því að verja fraktskip gegn árásum Húta í Jemen.
Bandaríkin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira