Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Árni Sæberg skrifar 3. september 2024 16:54 Arnar Sigurðsson er eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Greint var frá því dag að mál tveggja áfengisnetverslana væru komin á borð ákærusviðs, eftir að hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu í rúm fjögur ár. Mál þriggja annarra eru enn til rannsóknar. Sante, sem var meðal þeirra fyrstu til að hefja netsölu með áfengi, er á meðal þeirra fimm netverslana sem eru til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort mál Sante sé meðal þeirra tveggja sem eru komin á næsta stig. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, segir í samtali við fréttastofu að í raun sé ekki neitt nýtt að frétta af málinu. Frá einu skrifborði á annað „Hér er einfaldlega um að ræða að rannsóknin er að færast af einu skrifborði yfir á annað og við getum auðvitað ekki láð lögreglunni yfir að þurfa að klóra sér í hausnum yfir þessum málatilbúnaði sem á uppruna hjá afdankaðri ríkisstofnun sem er að verða undir í samkeppni við aðila sem bjóða betri verð, betri vörur og betri þjónustu.“ Þá segir hann að starfsemi Sante byggi á beinni lagaheimild og því sé þetta í eðli sínu ekki áhyggjuefni. „Að auki má beinlínis fullyrða að netverslun er ekki bara verslunarmáti framtíðar heldur er hún í raun beinlínis lýðheilsumál.“ Önnur netverslunin hljóti að vera ÁTVR Þegar Arnar talar um „afdankaða ríkisstofnun“ vísar hann til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem hefur, allavega í orði, einkarétt á smásölu áfengi hér á landi. Fyrir rétt rúmum fjórum árum kærði ÁTVR Sante til lögreglu fyrir meint brot á áfengislögum, með því að selja áfengi hér á landi í gegnum netverslun í eigu erlends félags. Arnar segir að svo hljóti að vera að önnur netverslunin sem ákærusvið íhugar að ákæra sé sú sem rekin er af ÁTVR, enda sé hún rekin án lagaheimildar. Á vef ÁTVR er hægt að raða vörum í körfu, greiða í greiðslugátt og sækja vörurnar í hvaða verslun ÁTVR sem vill. Arnar veit þó ekki með vissu hverjar verslunirnar eru og Vísi er ekki kunnugt um það heldur. „Þessu til viðbótar má svo minna á að ÁTVR er svo eini aðilinn hér á landi sem selur áfengi til unglinga og viðurkennir á hverju ári í ársreikningi sínum,“ segir Arnar. Bera fullt traust til lögreglunnar Arnar segir að forsvarsmenn Sante beri fullt traust til lögreglunnar, sem hafi sýnt að þar á bæ skilji menn hvað felst í þrískiptingu ríkisvaldsins. „Nokkuð sem ráðherrar Framsóknarflokksins virðast ekki hafa lært í sínum stjórnmálaskóla.“ Þar vísar hann til erindis Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til lögreglu um netsölu með áfengi. Í erindu var bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Loks segir Arnar að forsvarsmenn Sante skilji að lögreglan hafi þurft að forgangsraða málum með þeim afleiðingum að rannsókn máls Sante tók fjögur ár. Leiðrétting: Upphaflega var fullyrt að mál Sante væri annað málið, sem komið er á borð ákærusviðs, fyrir misskilning. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu um hvaða netverslanir ræðir. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við þetta. Netverslun með áfengi Verslun Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Lögreglumál Tengdar fréttir Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45 Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. 21. ágúst 2024 18:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Greint var frá því dag að mál tveggja áfengisnetverslana væru komin á borð ákærusviðs, eftir að hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu í rúm fjögur ár. Mál þriggja annarra eru enn til rannsóknar. Sante, sem var meðal þeirra fyrstu til að hefja netsölu með áfengi, er á meðal þeirra fimm netverslana sem eru til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvort mál Sante sé meðal þeirra tveggja sem eru komin á næsta stig. Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, segir í samtali við fréttastofu að í raun sé ekki neitt nýtt að frétta af málinu. Frá einu skrifborði á annað „Hér er einfaldlega um að ræða að rannsóknin er að færast af einu skrifborði yfir á annað og við getum auðvitað ekki láð lögreglunni yfir að þurfa að klóra sér í hausnum yfir þessum málatilbúnaði sem á uppruna hjá afdankaðri ríkisstofnun sem er að verða undir í samkeppni við aðila sem bjóða betri verð, betri vörur og betri þjónustu.“ Þá segir hann að starfsemi Sante byggi á beinni lagaheimild og því sé þetta í eðli sínu ekki áhyggjuefni. „Að auki má beinlínis fullyrða að netverslun er ekki bara verslunarmáti framtíðar heldur er hún í raun beinlínis lýðheilsumál.“ Önnur netverslunin hljóti að vera ÁTVR Þegar Arnar talar um „afdankaða ríkisstofnun“ vísar hann til Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem hefur, allavega í orði, einkarétt á smásölu áfengi hér á landi. Fyrir rétt rúmum fjórum árum kærði ÁTVR Sante til lögreglu fyrir meint brot á áfengislögum, með því að selja áfengi hér á landi í gegnum netverslun í eigu erlends félags. Arnar segir að svo hljóti að vera að önnur netverslunin sem ákærusvið íhugar að ákæra sé sú sem rekin er af ÁTVR, enda sé hún rekin án lagaheimildar. Á vef ÁTVR er hægt að raða vörum í körfu, greiða í greiðslugátt og sækja vörurnar í hvaða verslun ÁTVR sem vill. Arnar veit þó ekki með vissu hverjar verslunirnar eru og Vísi er ekki kunnugt um það heldur. „Þessu til viðbótar má svo minna á að ÁTVR er svo eini aðilinn hér á landi sem selur áfengi til unglinga og viðurkennir á hverju ári í ársreikningi sínum,“ segir Arnar. Bera fullt traust til lögreglunnar Arnar segir að forsvarsmenn Sante beri fullt traust til lögreglunnar, sem hafi sýnt að þar á bæ skilji menn hvað felst í þrískiptingu ríkisvaldsins. „Nokkuð sem ráðherrar Framsóknarflokksins virðast ekki hafa lært í sínum stjórnmálaskóla.“ Þar vísar hann til erindis Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, til lögreglu um netsölu með áfengi. Í erindu var bent á að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR. Innflutningur til einkanota sæti ekki takmörkunum en meta þurfi hvert tilvik fyrir sig, það er hvort starfsemi seljanda fari í reynd fram erlendis og þannig sé um innflutning að ræða þegar áfengi sé selt í netsölu. Loks segir Arnar að forsvarsmenn Sante skilji að lögreglan hafi þurft að forgangsraða málum með þeim afleiðingum að rannsókn máls Sante tók fjögur ár. Leiðrétting: Upphaflega var fullyrt að mál Sante væri annað málið, sem komið er á borð ákærusviðs, fyrir misskilning. Það liggur ekki fyrir að svo stöddu um hvaða netverslanir ræðir. Fréttinni hefur verið breytt í samræmi við þetta.
Netverslun með áfengi Verslun Áfengi og tóbak Rekstur hins opinbera Lögreglumál Tengdar fréttir Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45 Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. 21. ágúst 2024 18:00 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Netverslun með áfengi lýðheilsumál Vínkaupmaður fagnar fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra um að opna á innlenda netsölu á áfengi. Slík verslun sé nútímaleg, í anda lýðheilsu og gefi meiri möguleika til að miðla upplýsingum til kaupandans. Netverslun þýði ekki að ÁTVR verði lokað. 20. september 2019 06:45
Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. 21. ágúst 2024 18:00