Hinn rekni Eurovision fari á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. september 2024 09:25 Joost Klein er mikill aðdáandi Bjarkar. EPA-EFE/EMIEL MUIJDERMAN Joost Klein, hollenski keppandinn í Eurovision í ár sem jafnframt var sá fyrsti til þess að vera rekinn úr keppninni er staddur á Íslandi. Þessu greinir hann frá á samfélagsmiðlinum Instagram. „Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi. Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Einhver að segja Björk að ég er staddur í fallega landinu hennar,“ skrifar Joost á miðilinn. Þar lætur hann fylgja með tvo íslenska fána auk þess sem hann birtir stutt myndband af sér í miðbæ Reykjavíkur. Þar er hann með sígarettu og sólgleraugu ásamt félaga sínum. Joost var eins og alþjóð veit rekinn úr keppni eftir að hafa haft í hótunum við ljósmyndara baksviðs. Tilkynnt var í síðasta mánuði að sænsk yfirvöld væru hætt rannsókn á málinu. Samkvæmt ríkissaksóknara í Svíþjóð voru ekki næg sönnunargögn í málinu. Hollenski tónlistarmaðurinn hefur allar götur síðan þvertekið fyrir að hafa hótað ljósmyndaranum. Eins og fram hefur komið voru síðustu klukkutímarnir fyrir Eurovision í ár afar spennuþrungnir vegna þátttöku Ísrael í keppninni og stríð þeirra á Gasa strönd þar sem þúsundir almennra borgara liggja í valnum. Þá hefur Klein ekki vandað keppninni kveðjurnar en á tónleikum sínum hefur hann sagt forsvarsmönnum hennar að fara norður og niður. Hollenska ríkisútvarpið hefur enn ekki ákveðið hvort það muni keppa að nýju í söngvakeppninni á næsta ári. Eins og fram hefur komið munaði einungis 25 mínútum að sex lönd myndu ekki taka þátt í keppninni í ár eftir að Hollandi var vikið úr keppni. Það voru Sviss, Noregur, Grikkland, Írland og Portúgal en fulltrúar landanna voru ósáttir við brottrekstur Hollands auk hegðun ísraelska hópsins og starfsfólks á þeirra vegum. Joost virðist aldrei hafa verið betri en á Íslandi.
Eurovision Holland Íslandsvinir Tengdar fréttir Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44 Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54 Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Vandaði Eurovision ekki kveðjurnar á tónleikum Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein sem rekinn var úr Eurovision söngvakeppninni í ár fyrstur allra sagði söngvakeppninni til syndanna áður en hann hóf raust sína á tónleikum í Vancouver í Kanada. „Fokk Eurovision!“ sagði hann á sviðinu. 29. maí 2024 10:44
Ætluðu að draga sig úr Eurovision fram á síðustu stundu Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) tókst af afstýra því á síðustu stundu að sex lönd hættu við þátttöku í Eurovision lokakeppninni í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun norska blaðsins VG þar sem segir að 25 mínútum fyrir keppni hafi allt stefnt í að löndin myndu ekki taka þátt. 28. maí 2024 14:54
Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann. 11. maí 2024 18:41