Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 21:11 Bandamenn Maduro eru sagðir hafa fest kaup á flugvélinni í upphafi síðasta árs og smyglað henni frá Bandaríkjunum. EPA Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. AP hefur eftir bandarískum embættismönnum að bandamenn Maduro hafi keypt flugvélina ólöglega í gegn um olíufyrirtæki staðsett á Karíbaeyjum í til að ekki kæmist upp um aðkomu Maduro að kaupunum, sem voru gerð í byrjun árs 2023. Í umfjöllun CNN, sem greindi fyrstur bandarískra miðla frá málinu, segir að flugvélin hafi verið í eigu Maduro og hún hafi kostað þrettán milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Flugvélinni hafi síðan verið smyglað frá Bandaríkjunum til Venesúela í gegn um Karíbaeyjar í apríl í fyrra. Flugvélin var skráð í San Marínó en var notuð undir ferðalög Maduro til annarra landa. Þar með talið til Gvæjana og Kúbu fyrr í ár. Flugvélin var einnig notuð undir fangaskipti í desember í fyrra, þegar yfirvöld í Bandaríkjunum slepptu Alex Saab, fjármálamanni Maduro, í skiptum fyrir tíu Bandaríkjamenn sem höfðu setið í fangelsi í Bandaríkjunum. Þá slepptu venesúelsk yfirvöld Leonard Francis, eða „Feita Leonard“, verktaka sem var sakfelldur árið 2022 fyrir að svíkja fé úr sjóher Bandaríkjanna. Rúmur mánuður er síðan miklar óeirðir brutust út í Venesúela eftir að endurkjör Maduro var staðfest eftir afar óeðlilegar kosningar. Stjórnarandstaðan sagði kosningarnar meingallaðar og sagði að tölur sem hún hefði frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Þá hafa sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnt kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Kosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi. Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
AP hefur eftir bandarískum embættismönnum að bandamenn Maduro hafi keypt flugvélina ólöglega í gegn um olíufyrirtæki staðsett á Karíbaeyjum í til að ekki kæmist upp um aðkomu Maduro að kaupunum, sem voru gerð í byrjun árs 2023. Í umfjöllun CNN, sem greindi fyrstur bandarískra miðla frá málinu, segir að flugvélin hafi verið í eigu Maduro og hún hafi kostað þrettán milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 1,8 milljarða króna. Flugvélinni hafi síðan verið smyglað frá Bandaríkjunum til Venesúela í gegn um Karíbaeyjar í apríl í fyrra. Flugvélin var skráð í San Marínó en var notuð undir ferðalög Maduro til annarra landa. Þar með talið til Gvæjana og Kúbu fyrr í ár. Flugvélin var einnig notuð undir fangaskipti í desember í fyrra, þegar yfirvöld í Bandaríkjunum slepptu Alex Saab, fjármálamanni Maduro, í skiptum fyrir tíu Bandaríkjamenn sem höfðu setið í fangelsi í Bandaríkjunum. Þá slepptu venesúelsk yfirvöld Leonard Francis, eða „Feita Leonard“, verktaka sem var sakfelldur árið 2022 fyrir að svíkja fé úr sjóher Bandaríkjanna. Rúmur mánuður er síðan miklar óeirðir brutust út í Venesúela eftir að endurkjör Maduro var staðfest eftir afar óeðlilegar kosningar. Stjórnarandstaðan sagði kosningarnar meingallaðar og sagði að tölur sem hún hefði frá kjörstöðum bendi til þess að Edmundo González, frambjóðandi hennar, hafi farið með sigur af hólmi. Þá hafa sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna gagnrýnt kjörstjórn landsins harðlega fyrir að lýsa yfir úrslitum án þess að birta tölur frá hverjum kjörstað. Kosningarnar hafi skort gegnsæi og heilindi.
Bandaríkin Venesúela Tengdar fréttir Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29 Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rannsókninni miðar vel áfram Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Hefur sakamálarannsókn á stjórnarandstöðunni Ríkissaksóknari Venesúela hóf sakamálarannsókn á leiðtoga og forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar fyrir að vefengja opinber úrslit forsetakosninganna og að hvetja lögreglu og her til lögbrota. Yfirvöld hafa enn ekki birt öll kjörgögn sem kallað hefur verið eftir. 6. ágúst 2024 10:29
Einn látinn í mótmælunum Mótmælaalda geisar enn í Venesúela eftir að endurkjör Nicolasar Maduro forseta var staðfest á sunnudag. Einn hefur látið lífið í mótmælunum. 30. júlí 2024 07:42