Má búa í húsum? Baldur Karl Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 16:31 Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar