Má búa í húsum? Baldur Karl Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 16:31 Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Airbnb Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun