Má búa í húsum? Baldur Karl Magnússon skrifar 30. ágúst 2024 16:31 Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Karl Magnússon Leigumarkaður Reykjavík Húsnæðismál Airbnb Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík er iðandi og fjölbreytt borg með mörg skemmtileg einkenni sem finnast hvergi annars staðar. Allt frá hinum þrönga miðbæjarreit í Kvosinni og upp á Skólavörðuholtið, fjölskyldustemningunni í Hlíðunum og Laugardalnum og upp í úthverfin með fjallasýnina í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsársdal. Meira að segja á Kjalarnesi er að þroskast snotur byggðakjarni sem er þó alveg jafn mikill hluti af Reykjavík og Laugavegurinn og Hverfisgatan. Fólkið sem býr í Reykjavík skapar mannlífið og menninguna í borginni. En í Reykjavík er líka fullt af fólki sem ekki býr í borginni. Þar koma gestir sem við bjóðum velkomna, alveg sama hvort þau eru frá Kópavogi, Kirkjubæjarklaustri eða Kína. Það er líka hluti af menningunni og því sem gerir borgina spennandi. Að labba niður Laugaveginn og telja tungumálin er skemmtilegur leikur og ég veit ekki en að flestum þeim sem þar búa (mér a.m.k.) finnist túristaflóran ágætis viðbót við hinn sístækkandi miðbæ. Nýi nágranninn En breytingum fylgja áskoranir. Það þarf ekki að vera slæmt út af fyrir sig en engu að síður skapast ýmis verkefni sem þarf að leysa. Meðal þeirra er stærsti nýi nágranninn í hverfinu, AirBnb. Hann er um margt ólíkur hinum íbúunum í miðbænum og hefur tilvist hans á undanförnum árum breytt verulega ákveðnum undirstöðum fasteignamarkaðarins miðsvæðis í Reykjavík. Ráðandi verðþáttur í verði eigna hefur færst frá því hverju hefðbundin fjölskylda hefur efni á og yfir í það hversu fljótt er hægt að borga upp arðbæra fjárfestingu í skammtímaleigu. Lítið hús með þremur svefnherbergjum er nú verðmætara sem tvær útleigueiningar fyrir ferðamenn í skammtímaleigu heldur en fyrir fjögurra manna fjölskyldu í leit að heimili. Fjárhagslegt virði hússins til útleigu fyrir leigusalann verður alltaf meira en fjölskyldan hefur efni á að greiða. Afleiðingin af þessu er að þessi nýi nágranni býr í sífellt fleiri húsum miðsvæðis í Reykjavík. Fyrir utan þessa verðsamkeppni þá býr eftirspurn nýja nágrannans til þrýsting á húsnæðismarkaði sem ýtir upp fasteignaverði og leiguverði, ekki bara í miðbænum heldur á höfuðborgarsvæðinu öllu. Hvað þá? Spurningin sem eftir stendur er kannski þessi: Ætlum við að hafa áfram fólk með fasta búsetu í miðbænum, eða eftirláta hann alveg nýja nágrannanum? Í Reykjavík ferðamannsins gætu þeir spókað sig á göngu, keypt sér ískápasegla í gjafabúð, pantað mat af matseðli á ensku og hitt hvor aðra á göngu í Þingholtunum. En ég velti fyrir mér hvort að það væri eitthvað sérstaklega skemmtilegt fyrir ferðamenn að heimsækja miðbæ Reykjavíkur ef allir íbúarnir væru fluttir úr honum. Hvert væri þá raunverulega gildið í menningunni og mannlífinu þar? Ég held að það hafi sýnt sig að fjármagnseigendur muni elta tekjumöguleikana hvar sem þeir gefast. Það hvernig bregðast á við stöðunni hlýtur því að vera borgarinnar sjálfrar að ákveða. Það er auðvitað fleira sem spilar inn í þá ákvörðun. Fordæmalaus uppbygging á hótelplássum þýðir að það hefur aldrei verið jafn lítil þörf fyrir íbúðareignir í skammtímaleigu, mikil aukin eftirspurn eftir húsnæði þeirra sem flúðu Reykjanesið vegna jarðeldanna býr til aukna eftirspurn á húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins og þrálát verðbólga hægir á allri uppbyggingu húsnæðis þannig að eftirspurn heldur áfram að vaxa umfram framboð. Reykjavíkurborg hefur það því í hendi sér að slá margar flugur í einu höggi með því að innleiða frekari takmarkanir á skammtímaleigu á íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík. Menningin, mannlífið og markaðurinn kalla á það. Höfundur er lögfræðingur.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun