Fáheyrð umræða komin á yfirborðið Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 16:03 Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skóla- og menntamál Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að ég fagna því nær undantekningarlaust í hvert skipti sem við ræðum menntamál á Alþingi. Því við gerum það of sjaldan. Það er raunar mín skoðun að of lítið hefur verið um skoðanaskipti um stöðu skólakerfisins meðal stjórnmálamanna á undanförnum árum. Að marka stefnuna hefur verið eftirlátið öðrum en þeim sem setja lögin og samþykkja fjármögnun skólakerfisins og þar af leiðandi veigra stjórnmálamenn sér við því að taka ábyrgð á stöðunni eins og hún blasir við í dag. Í sumar hefur hávær umræða loksins komist upp á yfirborðið um stöðu menntamála hérlendis. Því fagna ég henni ákaft og vona að henni ljúki ekki þó haustið hafi hraustlega bankað á dyr, hið minnsta mun ég hér eftir sem hingað til vekja athygli á ýmsum atriðum sem betur má fara í skólakerfinu okkar. Þá hefur menntamálaráðherra kynnt stórar lagabreytingar í samráðsgátt og vænti ég þess að á þinginu verði miklar umræður um málið. En mörgu er enn ósvarað í þeim áætlunum. Hver er stefnan? Þær breytingar sem farið hefur verið í og kynntar eru til leiks nú bera því miður ekki með sér að í brennidepli séu aukin gæði menntunar. Gæði skóla og gæði kennara eru mikilvægustu þættirnir í umbótum á skólakerfinu okkar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð haft skýra sýn á menntakerfið. Það er samkvæmt stefnu okkar eitt mikilvægasta tólið til að tryggja öllum jöfn tækifæri. Skólinn á að vera öruggur fyrir öll börn, til að blómstra á eigin forsendum. Það má vera samkeppni, samanburður og einna helst ætti að tryggja valfrelsi foreldra um skóla með betri hætti en nú er gert. Skólinn er jú fyrst og fremst fyrir börnin og frumforsenda á úrbótum á skólakerfinu er meiri metnaður í að auka gæði menntunar, t.a.m. með afnámi ríkiseinokunar á útgáfu námsgagna og beturumbætur á menntun kennara. Til að ala upp barn þarf heilt þorp til Ef fram heldur sem horfir verður aðkoma foreldra að menntun barna sinna nær engin, þá bita fyrir bita minnkar þorpið utan um barnið. Til að nefna dæmi eru einkunnaspjöld barna orðin það flókin að heyrst hefur að foreldrar skilji jafnvel ekki hvað þar stendur og geta því ekki áttað sig á því hver staða barns síns er. Nú er stefnan sú að innleiða matsferil, sem örðugt virðist hafa verið fyrir menntayfirvöld að útskýra hvernig nákvæmlega eigi að virka, og með því hefur á fyrstu skrefum þess skapast verulegar efasemdir um nýja verkfærið. Foreldrar veita mikilvægt aðhald í skólakerfinu, en ef við flækjum kerfið um of missum við tengsl heimilis og skóla. Líkt og tími er til kominn að stjórnmálamenn ræði af fullri alvöru um menntamál þá þarf að valdefla foreldra svo heyrist megi í rödd þeirra í umræðunni svo bæta megi aðkomu þeirra að menntun barna sinna. Tími aðgerða Eitt ár í lífi barns er langur tími. Því fleiri börn sem útskrifast úr grunnskólum landsins með litla sem enga lestrarfærni því stærri verður vandinn þegar þau fara lengra inn í lífið. Tækifæri glatast og samfélagið missir af hæfileikum hvers og eins einstaklings. Þekkt er slæm staða drengja innan skólakerfisins en einnig berast okkur fregnir af skekkju meðal nemenda höfuðborgarsvæðisins og nemenda á landsbyggðinni, það er óásættanlegt að ekkert sé aðhafst í þeim efnum. Við bregðumst börnunum og framtíðarkynslóðum ef ekki er gripið til alvöru umbóta, ábyrgðin er mikil og tími aðgerða er löngu kominn. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun