Áratugur í borginni Alexandra Briem skrifar 30. ágúst 2024 13:32 Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Píratar Reykjavík Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Píratar eru búnir að vera í borgarstjórn síðan Halldór Auðar náði kjöri árið 2014. Síðan eru liðin tíu ár. Og þess vegna viljum við bjóða fólki að koma og fagna með okkur í Tjarnarsal ráðhússins í dag klukkan 16. Þessi tíu ár hafa verið viðburðarík og mikilvæg í borginni. Á þessum tíma hefur Reykjavík blómstrað sem aldrei fyrr. Mannlífið í borginni hefur aldrei verið líflegra og borgin sjálf aldrei verið fallegri, atorkusamari eða betri staður til að búa. Við Píratar berum þá gæfu að hafa fengið að vera þátttakendur í því að móta borgina. Auðvitað eigum við Píratar ekki ein þá umbreytingu sem hefur átt sér stað á tíu árum, þær hafa verið að þakka íbúum, starfsfólki, sérfræðingum og framsýnu hugsjónafólki í mörgum flokkum. En við Píratar höfum verið virkir þátttakendur og oft leiðandi afl. Við höfum deilt okkar hugsjón og stutt hugsjónir annarra, við höfum sannfært fólk, stundum látið sannfærast, og við höfum byggt brýr. Ég tel að það sé alveg sanngjarnt að segja að við höfum verið ákveðin lykil breyta í því að fjögurra flokka meirihlutasamstarf er farið að þykja bara ósköp eðlilegt og hversdagslegt í borginni þóttflestir stjórnmálaleiðtogar á Íslandi vilja helst alls ekki þurfa að ná saman fleirum en tveimur, kannski þremur. Við Píratar höfum unnið ötullega og af heilindum að hagsmunum borgarbúa, það skiptir máli, sérstaklega þegar um erfið mál er að ræða, og kjósendur hafa metið það við okkur. Píratar hafa bætt fylgi sitt og okkur hefur fjölgað í öllum kosningum til borgarstjórnar síðan við stigum fyrst fram. Þetta er af því að fólk veit hver við erum og hvernig við vinnum. Fólk veit að okkur er treystandi til að vinna fyrir borgina, jafnvel þegar það er ósammála okkur um einstaka atriði. Við Píratar höfum staðið vörð um borgarlínu, við höfum tryggt tilveru íbúaráða, við höfum umbylt stafrænum innviðum borgarinnar og dregið inn í nútímann, við höfum gert umhverfismál að forgangsatriði og skaðaminnkun og notendamiðaða þjónustu að einkunnarorðum. En mögulega það mikilvægasta sem við höfum gert er að við höfum sýnt að Píratar geta unnið, geta unnið kosningar, geta unnið með öðrum, geta gert málamiðlanir og geta tekið ábyrgð. Við höfum sýnt að við hlaupum ekki frá erfiðleikum um leið og á móti blæs, eins og mörg óttuðust þegar hreyfingin var í árdögum. Við höfum sýnt það að Píratar eru stjórntækur flokkur, og jafnvel töluvert stjórntækari en þau sem efuðust hæst um það. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun