Frá rafmynt til gervigreindar Valur Ægisson skrifar 30. ágúst 2024 11:33 Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rafmyntir Gervigreind Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun