Frá rafmynt til gervigreindar Valur Ægisson skrifar 30. ágúst 2024 11:33 Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rafmyntir Gervigreind Orkumál Valur Ægisson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni. Nýir samningar við gagnaver um forgangsorku eru aðeins fyrir hátæknistarfsemi. Landsvirkjun hefur þannig stutt við gagnaverin í þessum umbreytingarfasa en hátækniiðnaður notar almennt um helmingi minni orku en rafmyntavinnsla. Þrátt fyrir það eru efnahagsleg umsvif gagnaveranna að aukast, því fjárfesting í hátæknistarfsemi er allt að 10 sinnum meiri á hvert MW en í rafmyntum. Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og öpp eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi. Hagnaður af rafmyntum dregist saman Breska dagblaðið Financial Times fjallaði um gagnaver í grein nú í júlí. Þar kom fram að hagnaður af rafmyntavinnslu hafi dregist mjög saman að undanförnu. Þau gagnaver sem mest hafi stundað slíka vinnslu leiti nú logandi ljósi að nýjum viðskiptavinum. Þar hafi þeim t.d. orðið nokkuð ágengt meðal þeirra sem þurfa mikla vinnslugetu fyrir gervigreindarforrit sín. Haft er eftir forstjóra Core Scientific, eins stærsta rafmyntavinnslufyrirtækis heims, að þar á bæ sækist menn stíft eftir samstarfi á sviði gervigreindar. Þá kemur fram í greininni að helstu tæknirisar heims, þar á meðal Microsoft, Google og Amazon, áformi að verja háum fjárhæðum til að byggja upp vinnslugetu fyrir gervigreind. Yfirleitt taki 3-5 ár að byggja öflugt gagnaver frá grunni. Sú mikla eftirspurn sem nú sé eftir vinnslugetu auki verðmæti þeirra fyrirtækja sem hafi aðgang að ódýrri orku. Orkusalan minnkað um helming Raforkusala Landsvirkjunar til gagnaveranna sem starfa hérlendis hefur dregist saman um helming undanfarin misseri og er nú svipuð og hún var árið 2020. Þegar slaki var í kerfinu vegna Covid-19 og minni nýtingar stórnotenda á langtímasamningum kom sér vel að vera með viðskiptavini með sveigjanlega starfsemi sem gátu nýtt tímabundna umframorku í kerfinu sem annars hefði runnið ónýtt til sjávar. Framþróun í gagnaversstarfsemi hefur hins vegar aukið þörf gagnavera á miklu afhendingaröryggi og því hefur eftirspurn þeirra eftir forgangsorku aukist umfram það sem hægt er að mæta. Landsvirkjun hefur undanfarið endursamið við hluta gagnaveranna hérlendis þar sem þau hafa fært sig yfir á forgangsorku vegna þessarar þróunar. Raforkukerfið er fullselt og ekki von á auknu framboði fyrr en Búrfellslundur verður gangsettur síðla árs 2026 – ef allt gengur að óskum. Vegna þessa hefur Landsvirkjun forgangsraðað áherslum í orkusölu til næstu ára. Í forgangi er m.a. að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar og að styðja við aukna stafræna vegferð samfélagsins, til dæmis í gagnaverum. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar