„Getur ekki verið að við ætlum að bregðast þessu barni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2024 11:44 Yazan er með hrörnunarsjúkdóminn Duchenne og liggur enn á spítala. Enn stendur til að vísa honum úr landi, nokkuð sem ofbýður mótmælendum sem fjölmenntu á Austurvöll í gær. Vísir/Arnar Skipuleggjendur samstöðufundar fyrir hinn ellefu ára gamla Yazan Tamimi segja stjórnvöld setja það fordæmi með brottvísun hans að það sé í lagi að hjálpa ekki barni. Það sé ljótt fordæmi sem fólk muni ekki sætta sig við. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir. Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóminn Duchenne og stendur enn frammi fyrir brottvísun, en er sem stendur í hvíldarinnlögn á spítala. Fjölmennur samstöðufundur var haldinn fyrir á Austurvelli í gær. Sólveig Arnarsdóttir skipuleggjandi mótmælanna og fundarstjóri segir útlitið fyrir Yazan alls ekki nógu gott. „Það á bara að halda áfram að undirbúa brottvísun drengsins,“ segir Sólveig sem ræddi málið í beinni útsendingu á Austurvelli. Siðurinn í landinu í húfi „Við skynjum öll, í hjarta okkar innra með okkur, að þetta er rangt. Það getur ekki verið að við ætlum sem samfélag að bregðast þessu barni. Að bregðast ellefu ára gömlum dreng frá Palestínu, sem er bundinn hjólastól, og er að leita hér hælis. Okkur ber einfaldlega skylda til að hjálpa barni í neyð.“ Bjarni Karlsson prestur og siðfræðingur segir almenning á Íslandi senda stjórnmálafólki þau skilaboð að „hér sé siðurinn í landinu í húfi.“ „Við höfum verið samtaka um það, þrátt fyrir allan mannamun og þrætuhneigð, að hér verndum við börn. Við fundum það svo sterkt á þessum fundi hér í dag, þar sem breiður hópur fólks var saman komið vegna þess að okkur verkjar í þjóðarsálina. Við skynjum að siðurinn í landinu er í húfi. Við getum ekki horft á það að dreng í þessum aðstæðum, langveiku barni, verði úthýst úr samfélaginu með þessum hætti úr samfélaginu okkar. Við getum ekki gert það.“ Sólveig segir fólkið í landinu muni bregðast við brottvísuninni. „Við munum ekki sitja þögul hjá og fylgjast með því. Barnið er á spítala. Við munum ekki sitja hjá og fylgjast með því hvernig honum verður bara hent úr landi. Það er bara óhæfa, það getur ekki verið.“ „Mig langar líka að segja, þar sem íslensk stjórnvöld segjast ekki vilja setja fordæmi, að íslensk stjórnvöld eru einmitt að setja fordæmi með því að vísa barni úr landi. Þá er verið að setja það fordæmi að það sé bara í lagi að hjálpa ekki barni í neyð. Það finnst mér ekki fallegt fordæmi og ekki eitthvað sem við ættum að hafa fyrir börnunum okkar,“ sagði Sólveig Arnarssdóttir.
Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Palestína Mál Yazans Tengdar fréttir Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28 Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44 „Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Haraldur tekur maraþonið fyrir Yazan Haraldur Þorleifsson athafnamaður ætlar að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í nafni hins ellefu ára gamla Yazan Tamimi. Yazan er með vöðvarýrnunarsjúkdóm líkt og Haraldur en til stendur að vísa fjölskyldu hans úr landi eftir verslunarmannahelgi. 1. ágúst 2024 13:28
Tvö þúsund skora á Guðrúnu að hætta við brottvísunina Meira en tvö þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista á vef Ísland.is þar sem skorað er á Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra að grípa inn í svo Yazan Tamimi og fjölskyldu hans verða ekki vísað úr landi. 4. júlí 2024 22:44
„Nöturlegt“ ef Barnasáttmálinn grípur ekki Yazan Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nöturlegt ef réttindi barna og barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna grípi ekki fatlaðan ellefu ára dreng sem hefur verið vísað frá landinu. Brottvísun drengsins hefur verið frestað fram yfir verslunarmannahelgi og lögmaður fjölskyldu hans hefur óskað eftir endurupptöku á máli hans. 2. júlí 2024 15:11