Kæra meintar aðdróttanir um mútuþægni til lögreglu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 09:48 Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. vísir Forstjóri Matvælastofnunar og tveir starfsmenn stofnunarinnar hafa sent kæru til lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hendur einstaklingi sem stofnunin segir hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem segir að tilefni kærunnar sé skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” segir í tilkynningu MAST. Þar er jafnframt tekið fram að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veiti tilskilin leyfi ef umsóknir uppfylli skilyrði. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,” segir ennfremur í tilkynningunni. Greinin um „glyðrugang eftirlitsstofnanna“ Einstaklingurinn sem MAST hefur kært til lögreglu er ekki nafngreindur í tilkynningu stofnunarinnar. Ætla má að greinin sem um ræðir sé innsend skoðanagrein eftir Ester Hilmarsdóttur sem birtist á Vísi þann 16. júlí undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Greinina skrifar Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hafi verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á,” segir meðal annars í grein Esterar. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ester vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hennar þegar þau fást. Fréttin hefur verið uppfærð. Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Matvælastofnunar þar sem segir að tilefni kærunnar sé skoðanagrein sem birtist á Vísi þann 16. júlí. „Í greininni segir að starfsfólk stofnunarinnar skaki sér í skrifstofustólum svo skrjáfi í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafi stungið í vasa þeirra um leið og þeir skrifi upp á rekstrarleyfi til fiskeldis í Ísafjarðardjúpi þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,” segir í tilkynningu MAST. Þar er jafnframt tekið fram að stofnunin vinni faglega að umsóknum um rekstrarleyfi til fiskeldis og veiti tilskilin leyfi ef umsóknir uppfylli skilyrði. „Forstjóri stofnunarinnar og starfsmenn sem komu að meðferð og útgáfu rekstrarleyfisins telja að með framkominni aðdróttun sé alvarlega vegið að heiðri og æru þeirra og því verði ekki komist hjá öðru en að kæra skrifin til lögreglu,” segir ennfremur í tilkynningunni. Greinin um „glyðrugang eftirlitsstofnanna“ Einstaklingurinn sem MAST hefur kært til lögreglu er ekki nafngreindur í tilkynningu stofnunarinnar. Ætla má að greinin sem um ræðir sé innsend skoðanagrein eftir Ester Hilmarsdóttur sem birtist á Vísi þann 16. júlí undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Greinina skrifar Ester í tilefni af því að Matvælastofnun hafði veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi á nokkrum stöðum í Ísafjarðardjúpi, sem hafi verið í trássi við mat Samgöngustofu sem hafi metið sem svo að óheimilt væri að veita leyfi á hluta umrædds svæðis. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á,” segir meðal annars í grein Esterar. Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ester vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum hennar þegar þau fást. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stjórnsýsla Lögreglumál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira