Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2024 09:19 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var stungin ítrekað af nemanda í Oslóarháskóla í fyrra. Hún sagði ótrúlegt að hún hefði lifað árásina af. Vísir/Steingrímur Dúi Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. Maðurinn, sem þá var 23 ára gamall lyfjafræðinemi, stakk Ingunni ítrekað og særði samstarfskonu hennar við háskólann 24. ágúst í fyrra. Ingunn er dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Fyrir dómi lýsti maðurinn sig saklausan af tilraun til manndráps en sekan um líkamsárás. Fullyrti hann að hann hefði ekki ætlað sér að ráða Ingunni bana. Réttarsálfræðingar telja að maðurinn hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hefur síðan verið greindur með Aspergerheilkenni. Upplifði mikla gremju í garð Ingunnar Nemandinn lýsti aðdraganda árásarinnar. Hann hefði fallið á prófi öðru sinni og fengið fund með Ingunni og kennaranum sem lagði prófið fyrir til þess að fá skýringar á því. Hann hefði fundað með Ingunni áður, eftir að hann féll á prófinu í fyrra skiptið, og að mikil kergja hefði byggst upp innra með honum gegn henni. Hann hefði verið ósáttur við svör hennar og fundist að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti til þess að komast í gegnum prófið, að því er kemur fram í frétt norska vefmiðilsins Khrono. Ingunn lýsti sjálf fyrir dómi á mánudag að sér hefði fundist fyrri fundurinn með nemandanum óþægilegur. Hann hefði ekki skilið hvers vegna hann féll á prófinu og krafist skýringa. Tók hnífa með til þess að stjórna aðstæðum Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri.“ Ingunn sagði á mánudag að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Vildi taka Ingunni úr leik til að geta endurtekið prófið Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum og neitaði að funda með nemandanum aftur sagðist hann hafa kennt henni um stöðu sína. Hún hafi þá svarað að hún yrði áfram á næstu önn. Það hafi verið síðasta hálmstráið fyrir nemandann. „Þá kemst ég í aðstæður þar sem ég nota hnífinn. Ég hugsaði að ég gæti ekki haft hana í aðra önn,“ sagði hann. Ætlun hans hafi verið að taka Ingunni úr leik í átta til tíu mánuði til þess að hann gæti tekið prófið aftur. Fyrst skar maðurinn á háls Ingunnar. Hann sagðist hafa hætt því þar sem hann hefði talið það of langt gengið. Þá hefði hann ákveðið að stinga hana í kviðinn. Fram hefur komið að maðurinn stakk Ingunni fimmtán til tuttugu sinnum. Ingunn sagði að maðurinn hefði haldið áfram að stinga sig þar sem hún lá á gólfinu eftir að hann lagði fyrst til hennar. Starfsmenn skólans náðu á endanum að yfirbuga nemandann. Taldi áfallið ekki meira fyrir þær en hann sjálfan Enga iðrun var að finna hjá manninum nú ári seinna. Þegar saksóknari spurði hann um hvað hann hefði hugsað eftir það sem hann gerði Ingunni talaði hann um hvað það hefði verið mikið áfall fyrir hann sjálfan. Hann teldi ekki að árásin hefði verið meira áfall fyrir Ingunni og kennarann en hann. Sagðist hann ekki iðrast neinst gagnvart Ingunni. Hann hafi í fyrstu harmað að hafa sært kennarann sem kom henni til varnar en þegar hann frétti að áverkar kennarans væru ekki jafn alvarlegir og hann hélt hafi þær tilfinningar horfið sem dögg fyrir sólu. Ingunn sagði dómnum á mánudag að hún hefði þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir eftir árásina. Hún hafi átt erfitt andlega og átt erfitt með svefn og einbeitingu. Þá hefði hún fyrst á eftir ekki getað borðað kjöt því það minnti hana á árásina og henni fyndust hnífar óþægilegir. Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Maðurinn, sem þá var 23 ára gamall lyfjafræðinemi, stakk Ingunni ítrekað og særði samstarfskonu hennar við háskólann 24. ágúst í fyrra. Ingunn er dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla. Maðurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás. Fyrir dómi lýsti maðurinn sig saklausan af tilraun til manndráps en sekan um líkamsárás. Fullyrti hann að hann hefði ekki ætlað sér að ráða Ingunni bana. Réttarsálfræðingar telja að maðurinn hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hefur síðan verið greindur með Aspergerheilkenni. Upplifði mikla gremju í garð Ingunnar Nemandinn lýsti aðdraganda árásarinnar. Hann hefði fallið á prófi öðru sinni og fengið fund með Ingunni og kennaranum sem lagði prófið fyrir til þess að fá skýringar á því. Hann hefði fundað með Ingunni áður, eftir að hann féll á prófinu í fyrra skiptið, og að mikil kergja hefði byggst upp innra með honum gegn henni. Hann hefði verið ósáttur við svör hennar og fundist að hann fengi ekki þá hjálp sem hann þyrfti til þess að komast í gegnum prófið, að því er kemur fram í frétt norska vefmiðilsins Khrono. Ingunn lýsti sjálf fyrir dómi á mánudag að sér hefði fundist fyrri fundurinn með nemandanum óþægilegur. Hann hefði ekki skilið hvers vegna hann féll á prófinu og krafist skýringa. Tók hnífa með til þess að stjórna aðstæðum Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri.“ Ingunn sagði á mánudag að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Vildi taka Ingunni úr leik til að geta endurtekið prófið Þegar Ingunn ætlaði að ljúka fundinum og neitaði að funda með nemandanum aftur sagðist hann hafa kennt henni um stöðu sína. Hún hafi þá svarað að hún yrði áfram á næstu önn. Það hafi verið síðasta hálmstráið fyrir nemandann. „Þá kemst ég í aðstæður þar sem ég nota hnífinn. Ég hugsaði að ég gæti ekki haft hana í aðra önn,“ sagði hann. Ætlun hans hafi verið að taka Ingunni úr leik í átta til tíu mánuði til þess að hann gæti tekið prófið aftur. Fyrst skar maðurinn á háls Ingunnar. Hann sagðist hafa hætt því þar sem hann hefði talið það of langt gengið. Þá hefði hann ákveðið að stinga hana í kviðinn. Fram hefur komið að maðurinn stakk Ingunni fimmtán til tuttugu sinnum. Ingunn sagði að maðurinn hefði haldið áfram að stinga sig þar sem hún lá á gólfinu eftir að hann lagði fyrst til hennar. Starfsmenn skólans náðu á endanum að yfirbuga nemandann. Taldi áfallið ekki meira fyrir þær en hann sjálfan Enga iðrun var að finna hjá manninum nú ári seinna. Þegar saksóknari spurði hann um hvað hann hefði hugsað eftir það sem hann gerði Ingunni talaði hann um hvað það hefði verið mikið áfall fyrir hann sjálfan. Hann teldi ekki að árásin hefði verið meira áfall fyrir Ingunni og kennarann en hann. Sagðist hann ekki iðrast neinst gagnvart Ingunni. Hann hafi í fyrstu harmað að hafa sært kennarann sem kom henni til varnar en þegar hann frétti að áverkar kennarans væru ekki jafn alvarlegir og hann hélt hafi þær tilfinningar horfið sem dögg fyrir sólu. Ingunn sagði dómnum á mánudag að hún hefði þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir eftir árásina. Hún hafi átt erfitt andlega og átt erfitt með svefn og einbeitingu. Þá hefði hún fyrst á eftir ekki getað borðað kjöt því það minnti hana á árásina og henni fyndust hnífar óþægilegir.
Noregur Erlend sakamál Íslendingar erlendis Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira