Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2024 08:10 Rasheed var handtekinn eftir ábendingar frá Interpol og yfirvöldum í Bandaríkjunum. Getty Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu. Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC. Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Ákæruliðirnir gegn Rasheed voru 119 og tengdust 286 þolendum frá 20 ríkjum, þeirra á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan. Tveir þriðjuhlutar fórnarlambanna voru yngri en 16 ára. Rasheed myndaði tengsl við fórnarlömb sín með því að þykjast vera ónefnd 15 ára bandarísk YouTube-stjarna. Samtölin urðu kynferðislegri eftir því sem á leið og að lokum hótaði hann því að birta þau og senda á vini og fjölskyldumeðlimi ef stúlkurnar gerðu ekki eins og hann sagði. Hinar kynferðislegum athafnir urðu smám saman meira og meira niðurlægjandi, að því er kemur fram í umfjöllun fjölmiðla, og beindust í sumum tilvikum að öðrum börnum á heimili þolandans eða jafnvel gæludýrum. Dómarinn í málinu komst að sömu niðurstöðu og saksóknarinn; að um væri að ræða fordæmalaust mál og eitt það ógeðfelldasta sem komið hefði upp í Ástralíu. Margar stúlknanna höfðu trúað Rasheed, í dulargervi YouTube-stjörnu, fyrir því að þær ættu við erfiðleika að stríða og væru jafnvel í sjálfsvígshugleiðingum. Dómarinn sagði Rasheed hafa virt þetta að engu og haldið áfram að kúga þær þrátt fyrir augljósa vanlíðan þeirra og ótta. Rasheed er sagður hafa tilheyrt svokölluðu „incel“-samfélagi á netinu og bauð öðrum, allt að 98 í einu, að horfa á ofbeldið með sér. Hann situr nú þegar í fangelsi þar sem hann afplánar fimm ára dóm fyrir að brjóta gegn 14 ára stúlku í bifreið sinni í almenningsgarði í Perth. Umfjöllun BBC.
Ástralía Kynferðisofbeldi Netglæpir Erlend sakamál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira