Niðurstöðu um smíði nýrrar brúar yfir Ölfusá vænst á næstu dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2024 20:40 Ný Ölfusárbrú verður byggð norðaustan við Selfoss. Horft að brúarstæðinu úr vestri í átt að Laugardælum. Vegagerðin Niðurstöðu um smíði nýrrar Ölfusárbrúar er vænst á næstu dögum, að sögn Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra. Standist það gætu framkvæmdir hafist í haust og ný brú verið tilbúin eftir rúm þrjú ár. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp kosningaloforð Sigurðar Inga fyrir síðustu þingkosningar, þá samgönguráðherra; að framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú yrði lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Þetta loforð stóðst augljóslega ekki. Ekkert bólar á nýju brúnni meðan umferðarhnútarnir við gömlu brúna halda áfram að vaxa. Fyrr í vor sagðist Vegagerðin stefna að því að ljúka samningaviðræðum við verktaka um smíði nýrrar Ölfusárbrúar fyrir lok maímánaðar og fyrr í sumar fékk Stöð 2 þær upplýsingar að viðræður Vegagerðarinnar og ÞG Verks hefðu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Beðið væri eftir heimild ráðherra til að skrifa undir og búist væri við undirritun á næstu dögum. Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var fjármálaráðherra spurður um stöðu málsins: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“svaraði Sigurður Ingi spurningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns. Samningsdrög sem lágu fyrir í byrjun sumars gera ráð fyrir verklokum 30. september árið 2027, eftir rúm þrjú ár, en forsendan var sú að framkvæmdir gætu hafist núna síðsumars. Seinkun undirritunar þýðir seinkun framkvæmda en engu að síður halda menn í vonina um að þær gætu hafist með haustinu. Undirbúningsvinna hæfist strax, sem og jarðvegsframkvæmdir, en mikilvægast er talið að hefja hönnunarvinnu sem fyrst, bæði hönnun brúar og vega. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson En hvað er að tefja framgang málsins? „Það er bara verið að skoða svona ákveðna þætti sem tengjast því að við erum svolítið að feta aftur þessa nýju slóð samvinnuverkefna, PPP, hugsa til Hvalfjarðarganganna, og stjórnkerfið þarf svolítinn tíma til þess að melta það og meta. Og við erum bara með það til skoðunar. Þannig að ég vænti niðurstöðu bara næstu daga,“ segir fjármálaráðherra. Hér er frétt Stöðvar 2: Ný Ölfusárbrú Árborg Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Umferðaröryggi Flóahreppur Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50 Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp kosningaloforð Sigurðar Inga fyrir síðustu þingkosningar, þá samgönguráðherra; að framkvæmdum við nýja Ölfusárbrú yrði lokið annað hvort í lok árs 2023 eða á árinu 2024. Þetta loforð stóðst augljóslega ekki. Ekkert bólar á nýju brúnni meðan umferðarhnútarnir við gömlu brúna halda áfram að vaxa. Fyrr í vor sagðist Vegagerðin stefna að því að ljúka samningaviðræðum við verktaka um smíði nýrrar Ölfusárbrúar fyrir lok maímánaðar og fyrr í sumar fékk Stöð 2 þær upplýsingar að viðræður Vegagerðarinnar og ÞG Verks hefðu leitt til sameiginlegrar niðurstöðu. Beðið væri eftir heimild ráðherra til að skrifa undir og búist væri við undirritun á næstu dögum. Brúargólf verður nítján metra breitt og er gert ráð fyrir 2+1 vegi með aðskildum aksturstefnum ásamt göngu- og hjólaleið.Vegagerðin Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun var fjármálaráðherra spurður um stöðu málsins: „Það hefur bara verið til gagngerrar skoðunar og samtals núna í sumar og ég vænti nú bara niðurstöðu næstu daga,“svaraði Sigurður Ingi spurningu Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttamanns. Samningsdrög sem lágu fyrir í byrjun sumars gera ráð fyrir verklokum 30. september árið 2027, eftir rúm þrjú ár, en forsendan var sú að framkvæmdir gætu hafist núna síðsumars. Seinkun undirritunar þýðir seinkun framkvæmda en engu að síður halda menn í vonina um að þær gætu hafist með haustinu. Undirbúningsvinna hæfist strax, sem og jarðvegsframkvæmdir, en mikilvægast er talið að hefja hönnunarvinnu sem fyrst, bæði hönnun brúar og vega. Hér er brúarstæðið. Nýja brúin verður um Efri-Laugardælaeyju sem sést hér fyrir miðri mynd og nemur land við golfvöllinn á Selfossi. Handan ár er malarfylling komin í fyrirhugaða vegtengingu.Arnar Halldórsson En hvað er að tefja framgang málsins? „Það er bara verið að skoða svona ákveðna þætti sem tengjast því að við erum svolítið að feta aftur þessa nýju slóð samvinnuverkefna, PPP, hugsa til Hvalfjarðarganganna, og stjórnkerfið þarf svolítinn tíma til þess að melta það og meta. Og við erum bara með það til skoðunar. Þannig að ég vænti niðurstöðu bara næstu daga,“ segir fjármálaráðherra. Hér er frétt Stöðvar 2:
Ný Ölfusárbrú Árborg Vegagerð Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Samgöngur Umferðaröryggi Flóahreppur Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50 Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31 Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sjá meira
Stefnt að því að ljúka samningaviðræðum um Ölfusárbrú nú í maí „Við erum búin að vera í samningsviðræðum undanfarnar vikur og stefnum á að ljúka þeim í maí,“ segir Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, um stöðu mála er varðar nýja Ölfusárbrú. 14. maí 2024 06:50
Hefðu viljað sjá fleiri tilboð í Ölfusárbrú en fagna því sem barst Forstjóri Vegagerðarinnar segir vonbrigði að aðeins eitt tilboð hafi borist í hönnun og byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Hún fagnar því þó að tilboð hafi borist. 12. mars 2024 23:31
Einn dregið sig úr útboðinu vegna Ölfusárbrúar og fleiri að íhuga það Að minnsta kosti einn aðili af fimm hefur dregið sig formlega úr tilboðsferlinu vegna byggingar Ölfusárbrúar og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis eru fleiri að íhuga að gera slíkt hið sama. 21. febrúar 2024 08:01