Trans kona á Ólympíuleikum fatlaðra veldur andstæðingum óánægju Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 11:31 Valentina Petrillo er fimmtíu ára gömul sjónskert spretthlaupakona sem keppir fyrir hönd Ítalíu, áður í karlaflokki en nú í kvennaflokki. Matthias Hangst/Getty Images Spretthlauparinn Valentina Petrillo verður fyrsta trans konan til að taka þátt á Ólympíuleikum fatlaðra. Hún keppti áður í karlaflokki og vann til verðlauna. Verðandi og fyrrum andstæðingar hennar hafa lýst yfir óánægju með þátttökuna. Sjálf segist hún hafa lært að lifa með gagnrýninni og hlakkar til að keppa í París. Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið. Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira
Valentina Petrillo gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð árið 2019. Áður hafði hún keppt í karlaflokki sem Fabrizio Petrillo og unnið ellefu sinnum til verðlauna samkvæmt Independent. Þjóðverjinn Katrin Muller-Rottgardt mun keppa við Valentinu Petrillo í París. Mark Kolbe/Getty Images „Allir ættu að fá að lifa sínu hversdagslega lífi eins og þeim sýnist. Þetta er hins vegar erfitt þegar kemur að íþróttakeppnum,“ sagði Katrin Muller-Rottgardt sem keppir við Petrillo í tvö hundruð metra spretthlaupi í T12, flokki sjónskertra. „Hún hefur lifað og æft sem karlmaður í langan tíma. Líklega hefur hún líkamlega yfirburði fram yfir aðra keppendur sem fæddust í kvenmannslíkama,“ hélt hún áfram. Mætti ekki ef hún væri ófötluð Alþjóðaólympíusamband fatlaðra lætur það eftir til alþjóðlegra sérsambanda að setja fyrir reglugerðir um þátttökurétt keppenda. Munur er á alþjóðafrjálsíþróttasamböndum fatlaðra annars vegar og ófatlaðra hins vegar. Settar voru reglur í fyrra þar sem ófötluðu trans frjálsíþróttafólki var bannað að keppa á alþjóðlegum mótum líkt og Ólympíuleikunum. Fatlað trans frjálsíþróttafólk má hins vegar keppa í flokki þess kyns sem það er lagalega skilgreint sem. Andrew Parsons mun bjóða Valentinu velkomna en vill meira samræmi í reglugerðum sérsambanda. Matthias Hangst/Getty Images „Við leyfum sérsamböndum að setja sínar eigin þátttökureglur, hvort sem það varði trans fólk eða annað. Þessar reglur geta verið breytilegar milli íþrótta. Ég er tilbúinn að taka við gagnrýninni en Petrillo verður boðin velkomin til Parísar,“ sagði Andrew Parsons, forseti alþjóðaólympíusambands fatlaðra og óskaði svo eftir auknu samræmi í reglugerðum sérsambanda. Lögfræðingar tjá sig um málið Melani Berges, spænskur spretthlaupari, tapaði fyrir Petrillo í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í París. Irene Aguiar, spænskur lögfræðingur sem sérhæfir sig í alþjóðlegum íþróttalögum hefur óskað eftir því að Berges fái sæti á leikunum í stað Petrillo, en engin formleg kæra hefur verið lögð fram. Mariucca Quilleri, ítalskur lögfræðingur og fyrrum frjálsíþróttakona, hefur tekið að sér mál sem fjöldi kvenna höfðar gegn Petrillo, en segir sjálf að það sé lítið hægt að gera meðan reglurnar eru eins og þær eru. Petrillo heldur áfram ótrauð Valentina mun halda sínu striki og keppa fyrir hönd Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images „Í fullri hreinskilni, þá hlakka ég bara til að keppa í París fyrir framan ákafa áhorfendur. Ég held að mér verði sýnd mun meiri ást og umhyggja en alla grunar. Það er ekki nema sanngjarnt að allir fái að tjá sig á sinn hátt og vera sá eða sú sem þau vilja. Ég hef lært að sleppa því sem ég hef ekki stjórn á… Fólk mun alltaf gagnrýna mann fyrir eitthvað og ég læri að lifa með öfund annarra og afbrýðisemi. Því miður þarf ég að gera það en ég veit að ég er að gera rétt og hef ekkert að óttast,“ sagði Petrillo þegar hún tjáði sig fyrst opinberlega í gær um gagnrýnina sem verðandi þátttaka hennar í París hefur hlotið.
Ólympíumót fatlaðra Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sjá meira